Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 21:02 Laugarneshverfið er til hægri á ljósmyndinni. Vísir/Vilhelm Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón. Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu, segist ekki vita nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur en segir helstu kenningu hans og annarra íbúa vera að þegar að vindur skellir á svölum í hverfinu verði þær að hálfgerðum munnhörpum sem gefa frá sér fínan en óbærilegan a-tón. Hljóðið gerir helst vart við sig þegar það er norðanátt en það má heyra í spilaranum hér að neðan. Hljóðið viðvarandi síðan í fyrra „Þetta vælir hérna yfir allt hverfið, já svona draugahljóð hálfpartinn sem kemur hérna oft á kvöldin og líka á daginn þegar það er mjög hvasst en aðallega á kvöldin og inn í nóttina.“ Hljóðið gerði fyrst vart við sig í fyrra um haustið en Jón vakti athygli á hljóðinu á Facebook-síðu hverfisins í gær. Hann fékk mörg viðbrögð frá nágrönnum sínum sem kvarta einnig undan hávaðanum. Jón Þorsteinn Sigurðsson, íbúi í hverfinu.Vísir/Einar Jón sendi Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur erindi vegna hávaðans í byrjun júní en fékk svar í gær þar sem sagði að málið væri í skoðun. Hann gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og segir hljóðið spilla fyrir svefninum. „Það eru aðallega næturnar sem eru kannski erfiðar. Ef það hvessir að nóttu til þá glymur þetta og þá þarf maður að loka gluggum og setja tappa í eyrun. Jafnframt er ég með tvo hunda, þeir halda að það sé einhver að dingla eða flauta úti og halda að þetta sé einhver óboðinn gestur og taka stundum á rás og ef það er á nóttunni þá er lítið um svefn á eftir.“ Rannsókn staðið yfir síðan í byrjun árs Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, staðfesti í samtali við fréttastofu að rannsókn á málinu hafi staðið yfir síðan í byrjun árs. Málið sé enn í skoðun og búið sé að staðsetja upptök hljóðsins þó að ekki sé staðfest hvað nákvæmlega veldur hljóðinu. Jón fagnar því að verið sé að skoða málið og vonast til þess að lausn verði fundin sem fyrst. „Ég held að það sé mikilvægt að benda á það að þegar að erindi berast svona til borgarinnar að þeim sé sinnt þannig að borgarinn fái á tilfinninguna að það sé verið að gera eitthvað. Það var svona eftir fimmta póstinn sem maður fékk áhyggjur af því að það ætti ekki að gera neitt í þessu,“ sagði Jón.
Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira