Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 18:55 Víkingar fagna. Vísir/Anton Brink KR mátti þola 0-3 tap þegar tekið var á móti Víkingi á Meistaravöllum. Víkingar fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar, jafnir Breiðablik að stigum. KR situr áfram í 9. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. KR byrjaði af krafti og allt stefndi í æsispennandi leik, en fljótlega fundu Víkingar taktinn og eftir það var ekki aftur snúið. Forystan var tekin eftir rúmlega tíu mínútur. Ari Sigurpálsson beið þar í breiddinni, með gríðarlegt pláss og fékk boltann þegar hann vannst á miðsvæðinu. Keyrði upp kantinn og lagði fyrir markið á Gísla Gottskálk sem skoraði. Gísli Gottskálk Þórðarsson setti boltann fyrstur í netið. vísir / anton brink KR-ingar reyndu að draga lærdóm af því, gáfu Ara og Gísla ekkert pláss til að athafna sig í öðru markinu. Einhvern veginn tókst þeim tveimur samt að spila sig upp hægri kantinn, framhjá fjölmörgum varnarmönnum, Gísli gaf boltann svo á Valdimar Ingimundarson sem kláraði færið með utanfótarskoti. Valdimar Ingimundarson með annað markið. vísir / anton brink Þriðja markið átti sér langan aðdraganda, KR hafði þá reynt að spila boltanum í öftustu línu nokkuð lengi og margoft verið tæpir að missa hann. Það gerðist svo að Alex Þór átti lausa sendingu á Theodór Elmar, sem var of seinn í návígið og felldi Danijel Dejan Djuric í teignum. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Danijel Dejan Djuric sendi markmanninn í rangt horn og lagði boltann í netið. vísir / anton brink Í hálfleik tók KR framherjann Benóny Breka af velli, eina manninn sem hafði átt skot á markið í fyrri hálfleik. Þar með var tónninn settur fyrir rólegan seinni hálfleik, þar sem KR lagðist langt til baka og gerði lítið til að reyna að minnka muninn. Heimamenn áttu nokkrar ágætis skyndisóknir en sköpuðu ekki mikla hættu fyrr en undir blálokin. Víkingar héldu vel í boltann, ógnuðu markinu töluvert og hefðu vel getað bætt við. Gerðu það hins vegar ekki og lokaniðurstaðan varð þriggja marka Víkingssigur. Atvik leiksins Það verður að vera þríhyrningsspilið sem leiddi til annars marksins. Fyrsta markið hefði mátt skrifa á einhverju óheppni og KR var alveg ennþá í ágætis séns. En í öðru markinu sýndu Víkingar yfirburði sína, sundurspiluðu og slökktu á öllum vonum sem KR hafði um sigur. Stjörnur og skúrkar Frábær frammistaða hjá Víkingsliðinu í heild sinni. Valdimar Ingimundarson með stórkostlega sýningu. Tarik Ibrahimagic leysti sitt hlutverk vel, hægri bakvörður en leitaði vel inn á völlinn. Gísli Gotti og Viktor Örlygur með alla stjórn á miðjunni. Erfiður dagur hjá mjög mörgum KR-ingum. Theodór Elmar og Alex Þór í alls konar vandræðum á miðsvæðinu. Aron Þórður Albertsson var leikinn grátt í vinstri vængbakverðinum. Fremstu þrír fengu lítið að skína. Stemning og umgjörð Leikið var til styrktar og KR spilaði í fjólubláum búningum merktum Alzheimer-samtökunum. Mikilvægt málefni og vel staðið að. Mæting með besta móti og frábært veður. Stuðið og stemningin mikil í upphafi hjá heimamönnum, hægðist eðlilega aðeins á eftir fyrri hálfleik en þá sáu Víkingar bara um að halda uppi fjörinu. Dómarar [7] Elías Ingi Árnason með flautuna. Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason til aðstoðar. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson sá fjórði. Vítaspyrnan hárrétt ákvörðun. Gula spjaldið á Viktor Örlyg augljóst og rétt gefið. Furðulegt spjald sem Aron Sigurðarson fékk, fyrir leikaraskap en hann var samt ekki að biðja um neitt brot sjálfur. Annars alveg ágætt hjá kvartettinum í kvöld. Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. „Það er alveg skrítið að koma hingað“ Óskar Örn er goðsögn í Vesturbænum en leikur með Víkingi í dag.hulda margrét / vísir „Við vorum bara betra liðið, ég held að það sé bara svo einfalt,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður og styrktarþjálfari Víkings. Óskar er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður KR. Í goðsagnatölu eftir að hafa verið í Vesturbænum í tæp fimmtán ár og skráð sig út sem markahæsti leikmaður í sögu KR. „Það er alveg skrítið að koma hingað, en ég er bara að keppa við KR og við unnum í dag, þannig að ég er bara glaður.“ Óskar tók skóna af hillunni á þessu tímabili og hefur komið við sögu í fimm leikjum fyrir Víking í sumar. Hann er nýorðinn fertugur en virðist enn í toppformi. „Aldrei verið betri. Við höfum auðvitað misst menn í meiðsli, löng meiðsli, og það hefur verið svakalegt álag á liðinu. Þannig að við höfum þurft að grafa djúpt, ég er hér til taks og klár þegar kallið kemur.“ Hann er ekki bara leikmaður heldur líka styrktarþjálfari liðsins og gat því greint frá stöðu meiddra manna. „Það styttist nú í einhverja. Davíð [Örn Atlason] að koma inn, Halldór [Smári Sigurðsson] var á bekknum í dag, Matthías [Vilhjálmsson] er að koma fljótlega, næstu tveimur til þremur vikum myndi ég halda. Þannig að þetta lítur ágætlega út fyrir lokasprettinn.“ Framundan er leikur gegn Fylki, síðasti leikur tímabilsins áður en úrslitakeppnin hefst og Víkingar í kjörstöðu til að enda efstir í deildinni fyrir tvískiptingu. „Það skiptir miklu máli upp á heimavallarréttinn, okkur líður vel í Víkinni og töpum ekki mörgum leikjum þar þannig að við verðum bara að klára þetta eins og menn. Það má hvergi gefa eftir, við þurfum að gefa allt í það sem eftir er af tímabilinu,“ sagði Óskar að lokum. „Mótspyrnan ekki mikil hjá KR, kom mér dálítið á óvart“ Sölvi stýrði Víkingum til sigurs, án aðstoðar frá Arnari Gunnlaugssyni. vísir / anton brink „Við bara mættum af krafti í byrjum, náðum inn þessum mörkum og mér fannst við sigla þessu þægilega ef ég á að vera hreinskilinn. Mótspyrnan ekki mikil hjá KR, kom mér dálítið á óvart að þeir settu ekki pressu og reyndu að sækja sigurinn. Leit út fyrir að þeir hafi sætt sig við tap eftir fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, starfandi aðalþjálfari Víkings í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út þriggja leikja bann. Öll þrjú mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og KR veitti litla mótspyrnu í seinni hálfleik, sem gaf Víkingum tækifæri til að hvíla mannskapinn. „Þetta var mjög vel gert hjá strákunum, að koma svona aggressívir út í fyrri hálfleikinn og þá kláraðist þessi leikur eiginlega bara í fyrri hálfleik. Þá getum við leyft til dæmis Ara, sem spilaði mikið með u21 árs landsliðinu, að hvíla. Sömuleiðis Gotti [Gísli Gottskálk], hann var aðeins tæpur í nára. Gátum leyft okkur skiptingar út frá því hvernig mönnum leið inn á vellinum, ekki út frá stöðunni.“ Það sást að Sölvi fékk mikið hvísl í eyra á meðan leik stóð. Hann var því spurður hvort Arnar Gunnlaugsson hefði verið á línunni eða sent einhver skilaboð. „Við gerum þetta í hverjum einasta leik. Erum með greinanda inni í herbergi, þeir eru í samskiptum við bekkinn og þetta er bara eins og við gerum í öllum leikjum. Við erum teymi sem vinnur saman og við fáum hjálp frá greiningarteyminu á meðan leik stendur. Arnar kom hvergi nálægt leiknum í dag, var heima hjá sér og mætti ekki einu sinni á leikinn.“ Framundan er lokaleikur gegn Fylki áður en deildinni verður skipt upp. Víkingar eru efstir og verða efstir ef þeir vinna, sem gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni. „Við lítum bara á Fylkisleikinn eins og hvern annan leik. Hvort sem við værum efstir eða ekki ætlum við bara að vinna þennan leik,“ sagði Sölvi að lokum. Myndir Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og smellti af. vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík
KR mátti þola 0-3 tap þegar tekið var á móti Víkingi á Meistaravöllum. Víkingar fara með sigrinum upp í efsta sæti deildarinnar, jafnir Breiðablik að stigum. KR situr áfram í 9. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. KR byrjaði af krafti og allt stefndi í æsispennandi leik, en fljótlega fundu Víkingar taktinn og eftir það var ekki aftur snúið. Forystan var tekin eftir rúmlega tíu mínútur. Ari Sigurpálsson beið þar í breiddinni, með gríðarlegt pláss og fékk boltann þegar hann vannst á miðsvæðinu. Keyrði upp kantinn og lagði fyrir markið á Gísla Gottskálk sem skoraði. Gísli Gottskálk Þórðarsson setti boltann fyrstur í netið. vísir / anton brink KR-ingar reyndu að draga lærdóm af því, gáfu Ara og Gísla ekkert pláss til að athafna sig í öðru markinu. Einhvern veginn tókst þeim tveimur samt að spila sig upp hægri kantinn, framhjá fjölmörgum varnarmönnum, Gísli gaf boltann svo á Valdimar Ingimundarson sem kláraði færið með utanfótarskoti. Valdimar Ingimundarson með annað markið. vísir / anton brink Þriðja markið átti sér langan aðdraganda, KR hafði þá reynt að spila boltanum í öftustu línu nokkuð lengi og margoft verið tæpir að missa hann. Það gerðist svo að Alex Þór átti lausa sendingu á Theodór Elmar, sem var of seinn í návígið og felldi Danijel Dejan Djuric í teignum. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi. Danijel Dejan Djuric sendi markmanninn í rangt horn og lagði boltann í netið. vísir / anton brink Í hálfleik tók KR framherjann Benóny Breka af velli, eina manninn sem hafði átt skot á markið í fyrri hálfleik. Þar með var tónninn settur fyrir rólegan seinni hálfleik, þar sem KR lagðist langt til baka og gerði lítið til að reyna að minnka muninn. Heimamenn áttu nokkrar ágætis skyndisóknir en sköpuðu ekki mikla hættu fyrr en undir blálokin. Víkingar héldu vel í boltann, ógnuðu markinu töluvert og hefðu vel getað bætt við. Gerðu það hins vegar ekki og lokaniðurstaðan varð þriggja marka Víkingssigur. Atvik leiksins Það verður að vera þríhyrningsspilið sem leiddi til annars marksins. Fyrsta markið hefði mátt skrifa á einhverju óheppni og KR var alveg ennþá í ágætis séns. En í öðru markinu sýndu Víkingar yfirburði sína, sundurspiluðu og slökktu á öllum vonum sem KR hafði um sigur. Stjörnur og skúrkar Frábær frammistaða hjá Víkingsliðinu í heild sinni. Valdimar Ingimundarson með stórkostlega sýningu. Tarik Ibrahimagic leysti sitt hlutverk vel, hægri bakvörður en leitaði vel inn á völlinn. Gísli Gotti og Viktor Örlygur með alla stjórn á miðjunni. Erfiður dagur hjá mjög mörgum KR-ingum. Theodór Elmar og Alex Þór í alls konar vandræðum á miðsvæðinu. Aron Þórður Albertsson var leikinn grátt í vinstri vængbakverðinum. Fremstu þrír fengu lítið að skína. Stemning og umgjörð Leikið var til styrktar og KR spilaði í fjólubláum búningum merktum Alzheimer-samtökunum. Mikilvægt málefni og vel staðið að. Mæting með besta móti og frábært veður. Stuðið og stemningin mikil í upphafi hjá heimamönnum, hægðist eðlilega aðeins á eftir fyrri hálfleik en þá sáu Víkingar bara um að halda uppi fjörinu. Dómarar [7] Elías Ingi Árnason með flautuna. Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason til aðstoðar. Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson sá fjórði. Vítaspyrnan hárrétt ákvörðun. Gula spjaldið á Viktor Örlyg augljóst og rétt gefið. Furðulegt spjald sem Aron Sigurðarson fékk, fyrir leikaraskap en hann var samt ekki að biðja um neitt brot sjálfur. Annars alveg ágætt hjá kvartettinum í kvöld. Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. „Það er alveg skrítið að koma hingað“ Óskar Örn er goðsögn í Vesturbænum en leikur með Víkingi í dag.hulda margrét / vísir „Við vorum bara betra liðið, ég held að það sé bara svo einfalt,“ sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður og styrktarþjálfari Víkings. Óskar er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður KR. Í goðsagnatölu eftir að hafa verið í Vesturbænum í tæp fimmtán ár og skráð sig út sem markahæsti leikmaður í sögu KR. „Það er alveg skrítið að koma hingað, en ég er bara að keppa við KR og við unnum í dag, þannig að ég er bara glaður.“ Óskar tók skóna af hillunni á þessu tímabili og hefur komið við sögu í fimm leikjum fyrir Víking í sumar. Hann er nýorðinn fertugur en virðist enn í toppformi. „Aldrei verið betri. Við höfum auðvitað misst menn í meiðsli, löng meiðsli, og það hefur verið svakalegt álag á liðinu. Þannig að við höfum þurft að grafa djúpt, ég er hér til taks og klár þegar kallið kemur.“ Hann er ekki bara leikmaður heldur líka styrktarþjálfari liðsins og gat því greint frá stöðu meiddra manna. „Það styttist nú í einhverja. Davíð [Örn Atlason] að koma inn, Halldór [Smári Sigurðsson] var á bekknum í dag, Matthías [Vilhjálmsson] er að koma fljótlega, næstu tveimur til þremur vikum myndi ég halda. Þannig að þetta lítur ágætlega út fyrir lokasprettinn.“ Framundan er leikur gegn Fylki, síðasti leikur tímabilsins áður en úrslitakeppnin hefst og Víkingar í kjörstöðu til að enda efstir í deildinni fyrir tvískiptingu. „Það skiptir miklu máli upp á heimavallarréttinn, okkur líður vel í Víkinni og töpum ekki mörgum leikjum þar þannig að við verðum bara að klára þetta eins og menn. Það má hvergi gefa eftir, við þurfum að gefa allt í það sem eftir er af tímabilinu,“ sagði Óskar að lokum. „Mótspyrnan ekki mikil hjá KR, kom mér dálítið á óvart“ Sölvi stýrði Víkingum til sigurs, án aðstoðar frá Arnari Gunnlaugssyni. vísir / anton brink „Við bara mættum af krafti í byrjum, náðum inn þessum mörkum og mér fannst við sigla þessu þægilega ef ég á að vera hreinskilinn. Mótspyrnan ekki mikil hjá KR, kom mér dálítið á óvart að þeir settu ekki pressu og reyndu að sækja sigurinn. Leit út fyrir að þeir hafi sætt sig við tap eftir fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, starfandi aðalþjálfari Víkings í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tekur út þriggja leikja bann. Öll þrjú mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og KR veitti litla mótspyrnu í seinni hálfleik, sem gaf Víkingum tækifæri til að hvíla mannskapinn. „Þetta var mjög vel gert hjá strákunum, að koma svona aggressívir út í fyrri hálfleikinn og þá kláraðist þessi leikur eiginlega bara í fyrri hálfleik. Þá getum við leyft til dæmis Ara, sem spilaði mikið með u21 árs landsliðinu, að hvíla. Sömuleiðis Gotti [Gísli Gottskálk], hann var aðeins tæpur í nára. Gátum leyft okkur skiptingar út frá því hvernig mönnum leið inn á vellinum, ekki út frá stöðunni.“ Það sást að Sölvi fékk mikið hvísl í eyra á meðan leik stóð. Hann var því spurður hvort Arnar Gunnlaugsson hefði verið á línunni eða sent einhver skilaboð. „Við gerum þetta í hverjum einasta leik. Erum með greinanda inni í herbergi, þeir eru í samskiptum við bekkinn og þetta er bara eins og við gerum í öllum leikjum. Við erum teymi sem vinnur saman og við fáum hjálp frá greiningarteyminu á meðan leik stendur. Arnar kom hvergi nálægt leiknum í dag, var heima hjá sér og mætti ekki einu sinni á leikinn.“ Framundan er lokaleikur gegn Fylki áður en deildinni verður skipt upp. Víkingar eru efstir og verða efstir ef þeir vinna, sem gefur heimavallarrétt í úrslitakeppninni. „Við lítum bara á Fylkisleikinn eins og hvern annan leik. Hvort sem við værum efstir eða ekki ætlum við bara að vinna þennan leik,“ sagði Sölvi að lokum. Myndir Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og smellti af. vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti