Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2024 10:55 Almar Þ. Möller gagnrýnir þau sjónarmið sem Róbert Spanó setur fram. Hann telur Sigríði ríkissaksóknara geti sjálfri sér um kennt og Salómonsdóm Guðrúnar megi rekja til meðvirkni hennar með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. vísir Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira