„Ég get ekki hætt að gráta“ Hinrik Wöhler skrifar 14. september 2024 17:00 Erin McLeod hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. „Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
„Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira