Heimamenn byrjuðu á afturfótunum og lentu tveimur mörkum undir snemma. Dwight McNeil kom Everton yfir eftir 16 mínútur og Dominic Calvert-Lewin tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar.
En Aston Villa átti endurkomu í erminni og þar fór Ollie Watkins fremstur í flokki. Hann hafði klúðrar þó nokkuð af færum í fyrstu þremur leikjunum en gekk öllu betur í dag, skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn.
Til að auka sóknaraflið var framherjanum Jhon Durán svo skipt inn á og þeir voru tveir uppi á topp. Durán þakkaði traustið og setti sigurmarkið á 76. mínútu, stórkostlegt skot með vinstri fæti af löngu færi.

Aston Villa er þá með 9 stig eftir fjóra leiki og situr í 3. sæti deildarinnar. Everton er enn stigalaust og með verstu markatöluna, þar með í neðsta sæti á eftir Southampton.