Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2024 12:17 Frá fyrri leik HK og Breiðabliks á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni Vísir/Diego Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45. Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45.
Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira