„Þetta er bara rétt að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. september 2024 11:21 Kolbrún Benediktsdóttir sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust segir ljóst að málinu sé hvergi nærri lokið. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum. Níu ríki áttu aðkomu að aðgerðunum, sem ráðist var í á síðustu dögum, þar á meðal Ísland, Írland, Frakkland og Ástralía. Europol og Eurojust héldu utan um aðgerðirnar. „Þær snerust um svona ákveðið samskiptaforrit eða samskiptaplatform sem skipulögð brotastarfsemi og brotamenn eru að nota sér,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust. Flókin dulkóðun Hún segir forritið, sem heitir Ghost, ekki ósvipað öðrum sem hafa komið við sögu lögreglu eins og Enchrochat og SkyCC. „Þar sem þetta snýst um dulkóðuð samskipti sem menn geta notað sín á milli, sem eru í glæpum,“ segir Kolbrún. „Menn nota mjög flókna dulkóðun í að eiga samskipti. Meðal annars er hægt að koma því þannig fyrir að öll samskipti sem þú sendir til annars eyðast sjálfkrafa bæði í þínu tæki og móttökutækinu eftir mjög stuttan tíma. Það gerir það auðvitað mjög erfitt fyrir löggæsluyfirvöld að ná utan um þetta. Þarna hefur það tekist að löggæsluyfirvöld hafa komist á snoðir um þetta og komist inn í þessi samskipti.“ Aðgerðirnar hafi verið mjög umfangsmiklar. „Það leiddi til þess að yfir 50 manns voru handteknir, það er búið að leggja hald á mjög mikið magn af fíkniefnum, vopnum, peningum. Meðal annars var tekin niður fíkniefnaframleiðsla í Ástralíu og svo mætti lengi telja,“ segir Kolbrún. Mikilvægt að Ísland eigi fasta fulltrúa Íslensk löggæsluyfirvöld hafi komið inn í málið á seinni stigum. „Það eru meðal annars netþjónar, sem voru notaðir til að þjónusta þetta samskiptaforrit, sem voru hýstir annars vegar í Frakklandi og hins vegar á Íslandi. Þannig að það er aðkoma Íslands, þessi netþjónn sem er hýstur hér á landi,“ segir Kolbrún. „Það hefur sýnt sig í þessu máli og fleirum að það skiptir miklu máli fyrir Íslands að vera með fasta fulltrúa bæði hjá Europol, sem hefur verið um nokkurra ára skeið, og eins núna hjá Eurojust. Það sýnir bara mikilvægi þess að við séum með fulltrúa þarna fasta til að geta tekið af fullum krafti þátt í svona aðgerðum, sem í þetta sinn höfðu bein tengsl við Ísland. Þó það hafi ekki verið neinar handtökur hér á landi að þessu sinni hefur þetta þýðingu fyrir okkur öll því svona skipulögð brotastarfsemi hefur áhrif á öll ríki heimsins.“ Nokkur þúsund eru sögð hafa notað forritið og um þúsund skilaboð farið þar í gegn á hverjum degi. „Þetta virðist eitthvað minna í sniðunum en Enchrochat og SkyCC. Það virðist vera eftir að það kom upp að menn séu farnir að nota fleiri en minni úrræði,“ segir Kolbrún. Heldurðu að það komi til frekari aðgerða í tengslum við þennan miðil? „Já, ég held að það sé ekki ólíklegt. Það er bara verið að opna þetta mál og það má alveg búast við því að það verði frekari aðgerðir, handtökur og fleira sem eigi eftir að fylgja. Hvort það verið á Íslandi á eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að þetta er bara rétt að byrja.“ Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Níu ríki áttu aðkomu að aðgerðunum, sem ráðist var í á síðustu dögum, þar á meðal Ísland, Írland, Frakkland og Ástralía. Europol og Eurojust héldu utan um aðgerðirnar. „Þær snerust um svona ákveðið samskiptaforrit eða samskiptaplatform sem skipulögð brotastarfsemi og brotamenn eru að nota sér,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust. Flókin dulkóðun Hún segir forritið, sem heitir Ghost, ekki ósvipað öðrum sem hafa komið við sögu lögreglu eins og Enchrochat og SkyCC. „Þar sem þetta snýst um dulkóðuð samskipti sem menn geta notað sín á milli, sem eru í glæpum,“ segir Kolbrún. „Menn nota mjög flókna dulkóðun í að eiga samskipti. Meðal annars er hægt að koma því þannig fyrir að öll samskipti sem þú sendir til annars eyðast sjálfkrafa bæði í þínu tæki og móttökutækinu eftir mjög stuttan tíma. Það gerir það auðvitað mjög erfitt fyrir löggæsluyfirvöld að ná utan um þetta. Þarna hefur það tekist að löggæsluyfirvöld hafa komist á snoðir um þetta og komist inn í þessi samskipti.“ Aðgerðirnar hafi verið mjög umfangsmiklar. „Það leiddi til þess að yfir 50 manns voru handteknir, það er búið að leggja hald á mjög mikið magn af fíkniefnum, vopnum, peningum. Meðal annars var tekin niður fíkniefnaframleiðsla í Ástralíu og svo mætti lengi telja,“ segir Kolbrún. Mikilvægt að Ísland eigi fasta fulltrúa Íslensk löggæsluyfirvöld hafi komið inn í málið á seinni stigum. „Það eru meðal annars netþjónar, sem voru notaðir til að þjónusta þetta samskiptaforrit, sem voru hýstir annars vegar í Frakklandi og hins vegar á Íslandi. Þannig að það er aðkoma Íslands, þessi netþjónn sem er hýstur hér á landi,“ segir Kolbrún. „Það hefur sýnt sig í þessu máli og fleirum að það skiptir miklu máli fyrir Íslands að vera með fasta fulltrúa bæði hjá Europol, sem hefur verið um nokkurra ára skeið, og eins núna hjá Eurojust. Það sýnir bara mikilvægi þess að við séum með fulltrúa þarna fasta til að geta tekið af fullum krafti þátt í svona aðgerðum, sem í þetta sinn höfðu bein tengsl við Ísland. Þó það hafi ekki verið neinar handtökur hér á landi að þessu sinni hefur þetta þýðingu fyrir okkur öll því svona skipulögð brotastarfsemi hefur áhrif á öll ríki heimsins.“ Nokkur þúsund eru sögð hafa notað forritið og um þúsund skilaboð farið þar í gegn á hverjum degi. „Þetta virðist eitthvað minna í sniðunum en Enchrochat og SkyCC. Það virðist vera eftir að það kom upp að menn séu farnir að nota fleiri en minni úrræði,“ segir Kolbrún. Heldurðu að það komi til frekari aðgerða í tengslum við þennan miðil? „Já, ég held að það sé ekki ólíklegt. Það er bara verið að opna þetta mál og það má alveg búast við því að það verði frekari aðgerðir, handtökur og fleira sem eigi eftir að fylgja. Hvort það verið á Íslandi á eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að þetta er bara rétt að byrja.“
Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“