Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 11:22 Þrjú hundruð eru sagðir alvarlega særðir eftir sprengingar gærdagsins. AP Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah. Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah.
Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06