„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2024 19:32 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. „Það eru raunverulega engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd eins og næstum því allir sem koma frá Palestínu. Ástandið þar í landi er náttúrulega bara eins og allir vita,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að Yazan og fjölskylda yrðu ekki flutt úr landi fyrir laugardag, og því muni þau öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. „Nú verður mál þeirra tekið til skoðunar út frá aðstæðum þeirra í Palestínu,“ útskýrði Jón. Hann heldur að fólk megi fara varlega í fullyrðingar um að ekki hafi verið farið að lögum í máli Yazans. „Auðvitað er bara umdeilandlegt hvort að farið hafi verið eftir lagabókstafnum í þessu tilfelli. Margir vilja meina að drengurinn hefði alltaf átt að fá efnismeðferð, og þá miklu fyrr. Því er kannski óheppilegt að láta hann bíða svo mánuðum skipti,“ segir Jón sem tekur þó fram að málið sé nú komið í góðan farveg. Jón segist ekki þekkja til tilfella þar sem ráðherrar hluti til í einstaka málum líkt og gert hefur verið í þessu tilfelli. „Það er kannski óvenjulegt að þessu leyti. En þetta mál er líka óvenjulegt. Það eru að mínu viti engin önnur dæmi um það að barn í þessari stöðu hafi sætt slíkri meðferð. Það er að segja barn sem er svona veikt. Það er mjög óvenjulegt að málið hafi verið látið teygja sig svona á langinn og að hann hafi ekki bara fengið það sem sumir myndu kalla eðlilega meðferð fyrr,“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Það eru raunverulega engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd eins og næstum því allir sem koma frá Palestínu. Ástandið þar í landi er náttúrulega bara eins og allir vita,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að Yazan og fjölskylda yrðu ekki flutt úr landi fyrir laugardag, og því muni þau öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. „Nú verður mál þeirra tekið til skoðunar út frá aðstæðum þeirra í Palestínu,“ útskýrði Jón. Hann heldur að fólk megi fara varlega í fullyrðingar um að ekki hafi verið farið að lögum í máli Yazans. „Auðvitað er bara umdeilandlegt hvort að farið hafi verið eftir lagabókstafnum í þessu tilfelli. Margir vilja meina að drengurinn hefði alltaf átt að fá efnismeðferð, og þá miklu fyrr. Því er kannski óheppilegt að láta hann bíða svo mánuðum skipti,“ segir Jón sem tekur þó fram að málið sé nú komið í góðan farveg. Jón segist ekki þekkja til tilfella þar sem ráðherrar hluti til í einstaka málum líkt og gert hefur verið í þessu tilfelli. „Það er kannski óvenjulegt að þessu leyti. En þetta mál er líka óvenjulegt. Það eru að mínu viti engin önnur dæmi um það að barn í þessari stöðu hafi sætt slíkri meðferð. Það er að segja barn sem er svona veikt. Það er mjög óvenjulegt að málið hafi verið látið teygja sig svona á langinn og að hann hafi ekki bara fengið það sem sumir myndu kalla eðlilega meðferð fyrr,“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira