Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2024 12:03 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira