Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 12:33 Egill Trausti Ómarsson tekur með sér nóg af rafhlöðum í bakgarðshlaupið. stöð 2 Píparinn Egill Trausti Ómarsson er til þess að gera nýliði í íslensku hlaupasenunni. Hann tekur þátt í sínu þriðja bakgarðshlaupi um helgina og stefnir þar á að hlaupa 24 hringi. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst í Heiðmörk á morgun. Egill verður þar á meðal keppenda en hann hljóp einnig í Heiðmörk fyrir ári og í Öskjuhlíðinni í maí. Garpur Elísabetarson tók Egil tali fyrir hlaup helgarinnar. Egill hljóp sextán hringi í sínu fyrsta bakgarðshlaupi og var nokkuð sáttur með þann árangur, þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. „Þetta gekk bara flott. Við tókum sextán hringi. Mér fannst það ganga vel. Ég tók með mér nokkra lifrarpyslukeppi,“ sagði Egill. Hann ætlaði sér stærri hluti í sínu öðru bakgarðshlaupi í Öskjuhlíðinni í maí en gerði mistök í undirbúningnum fyrir það. „Ég var með yfirlýst markmið. Ég ætlaði að fara sólarhring sem eru 160,5 kílómetrar. En ég vanmat það alveg rosalega því ég fór inn í fyrsta bakgarðinn, tók sextán hringi óundirbúinn. Þá var ég búinn að hlaupa eitthvað smá um sumarið. Mistökin þar voru að fara ekki inn með tilbúið matarplan. Ég hljóp bara inn í hléinu, tók mér lúku af bláberjum og hélt bara áfram. Þetta gengur ekkert mikið lengur en einhverja x hringi.“ Egill er betur undirbúinn að þessu sinni og stefnir á að hlaupa 24 hringi. Garpur fékk hann til að sýna sér farangurinn sem hann tekur með sér í hlaupið. Þar kennir ýmissa grasa. „Í raun er þetta ekkert voða flókið. Ég er einfaldur maður og vill hafa hlutina frekar skipulagða,“ sagði Egil en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst í Heiðmörk á morgun. Egill verður þar á meðal keppenda en hann hljóp einnig í Heiðmörk fyrir ári og í Öskjuhlíðinni í maí. Garpur Elísabetarson tók Egil tali fyrir hlaup helgarinnar. Egill hljóp sextán hringi í sínu fyrsta bakgarðshlaupi og var nokkuð sáttur með þann árangur, þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. „Þetta gekk bara flott. Við tókum sextán hringi. Mér fannst það ganga vel. Ég tók með mér nokkra lifrarpyslukeppi,“ sagði Egill. Hann ætlaði sér stærri hluti í sínu öðru bakgarðshlaupi í Öskjuhlíðinni í maí en gerði mistök í undirbúningnum fyrir það. „Ég var með yfirlýst markmið. Ég ætlaði að fara sólarhring sem eru 160,5 kílómetrar. En ég vanmat það alveg rosalega því ég fór inn í fyrsta bakgarðinn, tók sextán hringi óundirbúinn. Þá var ég búinn að hlaupa eitthvað smá um sumarið. Mistökin þar voru að fara ekki inn með tilbúið matarplan. Ég hljóp bara inn í hléinu, tók mér lúku af bláberjum og hélt bara áfram. Þetta gengur ekkert mikið lengur en einhverja x hringi.“ Egill er betur undirbúinn að þessu sinni og stefnir á að hlaupa 24 hringi. Garpur fékk hann til að sýna sér farangurinn sem hann tekur með sér í hlaupið. Þar kennir ýmissa grasa. „Í raun er þetta ekkert voða flókið. Ég er einfaldur maður og vill hafa hlutina frekar skipulagða,“ sagði Egil en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. 19. september 2024 09:01