Veðmál systkina til lykta leitt: „Veit að ég mun aldrei tapa fyrir honum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2024 07:03 Óttar Gunnlaugsson og Eygló Rún Karlsdóttir takast á við sitt fyrsta bakgarðshlaup í dag. Vísir „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa fyrir honum,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir sem ásamt bróður sínum, Óttari Gunnlaugssyni, keppir í fyrsta sinn í bakgarðshlaupi í dag. Refsing bíður þess sem kemst styttra og virðast systkinin afar misvel undirbúin. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira