Fólk flýr Beirút undan mannskæðum árásum Ísraela Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2024 11:42 Reykur stígur upp frá þorpi í Nabatiyeh-héraði í sunnanverðu Líbanon eftri loftárás Ísraela í morgun. AP/Hussein Malla Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút. Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira