Innlent

Lög­reglan segir hóp ung­menna hagnýttan í skipu­lagða brotastarfsemi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður meðal annars rætt við bankastjóra Landsbankans en bankinn hækkaði vexti í morgun líkt og hinir bankarnir hafa þegar gert.

Þá var framboð á vissri tegund verðtryggðra lána takmarkað þannig að þau standa nú aðeins fyrstu kaupendum til boða.

Einnig verður rætt við yfirlögregluþjón sem segir að lítilll hópur ungmenna sé hagnýttur í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. 

Einnig fjöllum við um árásir Ísraelshers á Líbanon en stjórnvöld þar í landi segja að hundrað séu látnir hið minnsta, það sem af er degi.

Og í íþróttapakka dagsins er það Bakgarðshlaupið sem verður í forgrunni en því lauk í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×