Segja Frey hafa logið að leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Belgískir fjölmiðlar segja að nú bendi margt til þess að Freyr Alexandersson yfirgefi Kortrijk og taki við sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku B-deildinni. Het Laatste Nieuws gengur svo langt að segja að Freyr hafi þegar hafið viðræður við Cardiff og hafi ferðast til Wales í síðustu viku. Hann hafi hins vegar logið því að lærisveinum sínum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Miðillinn bendir einnig á það sem Fótbolti.net fjallaði um í sumar, að Freyr hafi hafnað því að taka við Union St. Gilloise, sem varð í 2. sæti á síðustu leiktíð í Belgíu, í sumar. Það á hann að hafa gert eftir að hafa verið bannað að taka aðstoðarmann sinn, Jonathan Hartmann, með sér. Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir frétt HLN skáldskap. Freyr tekur sjálfur undir það. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Íslandsvinur á bæði félögin Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. Belgíski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Het Laatste Nieuws gengur svo langt að segja að Freyr hafi þegar hafið viðræður við Cardiff og hafi ferðast til Wales í síðustu viku. Hann hafi hins vegar logið því að lærisveinum sínum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Miðillinn bendir einnig á það sem Fótbolti.net fjallaði um í sumar, að Freyr hafi hafnað því að taka við Union St. Gilloise, sem varð í 2. sæti á síðustu leiktíð í Belgíu, í sumar. Það á hann að hafa gert eftir að hafa verið bannað að taka aðstoðarmann sinn, Jonathan Hartmann, með sér. Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og segir frétt HLN skáldskap. Freyr tekur sjálfur undir það. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Íslandsvinur á bæði félögin Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst.
Belgíski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira