Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 13:27 Ein af fjölmörgum loftárásum sem Ísraelar hafa gert í Líbanon í dag. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12
Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03