Inga segir landið að sökkva í sæ vargaldar Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2024 11:00 Inga Sæland sagði hér allt á hverfanda hveli, vargöld ríkir og ekki er reynt að ráðast gegn rót vandans. Flokkur fólksins stendur hins vegar vaktiina. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, boðaði nýja tíma í ræðustól Alþingis undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Sjá meira
Margir þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan mansali sem var til umfjöllunar á Ríkissjónvarpinu í vikunni en Inga víkkaðu umræðuna svo um munaði. „Hér ríkir vargöld þegar kemur að skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði formaðurinn. Og vildi meina að allt væri þetta í boði ríkisstjórnarinnar. Segir Flokk fólksins standa vaktina Þessi mál liggja greinilega þungt á Ingu sem lét í sér heyra, heldur betur: „Sjálfstæðisflokkurinn segir landið land tækifæranna og Framsókn segir þetta allt að koma!“ En hvað er að koma? Inga nefndi ýmis dæmi: „Innbrot í Elko þar sem kostnaðurinn væri tugir milljóna. Við höfum aldrei séð annað eins af morðum í sögu landsins, við höfum aldrei heyrt annað eins mansal og óhugnað og það sem við erum að takast á við núna. Níu, tíu, ellefu glæpahópar og mafía sem allir vita af. Það er ekki tekið á málunum og lögreglan hefur ekki mannafla til að ráðast gegn rót vandans.“ Og í því er komið að Flokki fólksins sem Inga sagði að stæði vaktina. „Við í Flokki fólksins skulum sko ráðast að vandanum. Við kærum okkur ekki um að fallega landið sökkvi í sæ í boði ríkisstjórnarinnar. Það er kominn tími til breytinga og þær breytingar er ég að boða nú.“ Heit umræða um útlendingafrumvarp Ingu Uppfært 12:00: Umræða er nú á Alþingi um hin ýmsu mál. Og nýlega flutti Inga svo frumvarp sitt um útlendinga, en til þess vísaði hún óbeint þegar hún sagði Flokk fólksins vilja ráðast í breytingar. Það frumvarp gengur í grófum dráttum út á það að leyfilegt verði að vísa hælisleitendum sem gerst hafa brotlegir við lög umsvifalaust úr landi; að veita stjórnvöldum auknar heimildir til að vísa úr landi einstaklingum sem hafa hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi en framið glæpi eftir komu til landsins. Arndís Anna vildi gjalda varhug við frumvarpi Ingu Sæland um útlendinga og spurði Ingu hvort hún vildi taka upp dauðarefsingar.Vísir/Vilhelm Heit umræða skapaðist, Inga flutti mál sitt af kappi en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírötum vildi meðal annars spyrja Ingu, sem hún sagði óskýra í tali, um hvort hún væri þá fylgjandi dauðarefsingum. Inga hafnaði því alfarið að hafa verið óskýrmælt og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki blandaði sér í umræðuna, sagðist styðja tillöguna og taldi það hinn stækasta dónaskap að tala um dauðarefsingar í þessu sambandi. „Við viljum þetta ekki,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Sjá meira