Tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 15:01 Ólafur Hrafn hélt tölu þegar hann tók við verðlaununum. Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, var í gærkvöld tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna, Esports Hall of Fame, þegar hann hlaut svokölluð Youth Champion Award í gær. Þau fékk hann fyrir að bæði valdefla og veita næstu kynslóð afreksfólks í rafíþróttum innblástur. „Ég fékk þetta í raun fyrir minn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir og efla hana í rafíþróttum,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, um heiðurinn í samtali við Vísi. „Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá ECA,“ heldur Ólafur áfram en hann stofnaði Esports Coaching Academy eftir að hann lét af formennsku Rafíþróttasambandins. Hann segist aðspurður ekki geta neitað því að alþjóðleg viðurkenning sem þessi kitli egóið svolítið. „Jú, að sjálfsögðu gerir það það og mér finnst þetta gríðarlegur heiður. Ég er náttúrlega búinn að helga þessu síðustu rúmlega sex ár lífs míns og fókusinn og ástríðan hafa alltaf tengst því beint að koma fleiri krökkum í þann farveg að þau fái að upplifa alla spennuna og skemmtunina sem fylgir því að keppa, reyna á sig og taka tölvuleiki alvarlega. Og líka að þau séu ekki að upplifa neinar neikvæðar afleiðingar af tölvuleikjaspilun og séu að gera það í jafnvægi við aðra hluti í lífinu.“ Með snert af blekkingarheilkenni Alþjóðlegt starf Esports Insider hverfist aðallega um stuðning við rafíþróttir með eflingu innbyrðis viðskipta fyrirtækja á þessu sviði, umfjöllun um og fréttaflutning af rafíþróttaiðnaðinum. „Þau halda stærstu rafíþróttaráðstefnunarnar í heiminum og frá 2018 hafa þau og samstarfsaðilar þeirra kosið fólk inn í þessa Hall of Fame og þá til þess að heiðra viðkomandi fyrir umtalsvert og áhrifamikið framlag á ákveðnum sviðum,“ segir Ólafur. „Það er alveg ótrúlega gefandi að vera sýndur þessi heiður á alþjóðavettvangi og maður er alveg með svolítið „impostor syndrome“ þegar verið er að taka mig inn í einhverja frægðarhöll samhliða þeim sem var að taka á móti Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og fræða hann um rafíþróttir og konunni sem er búin að byggja upp rafíþróttainnviði um hálfa Asíu,“ segir Ólafur um undarlega tilfinninguna sem læddist að honum í gærkvöld. Stundum best í heimi Þegar Ólafur er spurður út í stöðu rafíþrótta á Íslandi segir hann þjóðina mjög framarlega á ákveðnum sviðum þótt rafíþróttir hafi enn ekki verið viðurkendar sem fullgild íþrótt hérna. Ólíkt því sem hefur verið gert eða er mjög í umræðunni á hinum Norðurlöndunum. „Þetta er að gerast í þessum löndum sem við viljum helst bera okkur saman við en ég held það við ættum ekkert endilega að fókusa á það sem við erum að gera illa heldur frekar það sem við erum að gera vel,“ segir Ólafur og bendir á að jafnvel þótt rafíþróttir hafi ekki fengið fullgilda viðurkenningu á Íslandi þá stöndum við okkur um margt miklu betur en þjóðir sem hafi tekið það skref. „Það sem við erum til dæmis í rauninni að gera betur en allir í heiminum er hversu skýra stefnu við höfum um hvernig við viljum að fólk á Íslandi umgangist rafíþróttir á mismunandi aldri gegnum ævina og hvernig þær geti haft eins góð áhrif á líf fólks og mögulegt er. Hefðbundið skipulagt starf okkar í kringum rafíþróttir og aðgengi krakka að aðstöðu til að iðka rafíþróttir, að þjálfurum, að mótum og öðru óháð uppruna eða þjóðfélagsstöðu er eitthvað sem fyrirfinnst varla annars staðar í heiminum. Hérna á Íslandi erum við með þúsundur krakka að æfa, að keppa reglulega, upplifa sig sem hluta af liði. Að þau séu hluti af einhverju sem er stærra en þau sjálf og fá tilgang og stuðning frá nærumhverfinu sínu sem er alveg ómetanlegt. Ef við höldum áfram að einblína á þetta og styrkja þá held ég að við eigum eftir að halda áfram að vekja athygli og hljóta fleiri verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavettvangi.“ Rafíþróttir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Ég fékk þetta í raun fyrir minn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir og efla hana í rafíþróttum,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, um heiðurinn í samtali við Vísi. „Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá ECA,“ heldur Ólafur áfram en hann stofnaði Esports Coaching Academy eftir að hann lét af formennsku Rafíþróttasambandins. Hann segist aðspurður ekki geta neitað því að alþjóðleg viðurkenning sem þessi kitli egóið svolítið. „Jú, að sjálfsögðu gerir það það og mér finnst þetta gríðarlegur heiður. Ég er náttúrlega búinn að helga þessu síðustu rúmlega sex ár lífs míns og fókusinn og ástríðan hafa alltaf tengst því beint að koma fleiri krökkum í þann farveg að þau fái að upplifa alla spennuna og skemmtunina sem fylgir því að keppa, reyna á sig og taka tölvuleiki alvarlega. Og líka að þau séu ekki að upplifa neinar neikvæðar afleiðingar af tölvuleikjaspilun og séu að gera það í jafnvægi við aðra hluti í lífinu.“ Með snert af blekkingarheilkenni Alþjóðlegt starf Esports Insider hverfist aðallega um stuðning við rafíþróttir með eflingu innbyrðis viðskipta fyrirtækja á þessu sviði, umfjöllun um og fréttaflutning af rafíþróttaiðnaðinum. „Þau halda stærstu rafíþróttaráðstefnunarnar í heiminum og frá 2018 hafa þau og samstarfsaðilar þeirra kosið fólk inn í þessa Hall of Fame og þá til þess að heiðra viðkomandi fyrir umtalsvert og áhrifamikið framlag á ákveðnum sviðum,“ segir Ólafur. „Það er alveg ótrúlega gefandi að vera sýndur þessi heiður á alþjóðavettvangi og maður er alveg með svolítið „impostor syndrome“ þegar verið er að taka mig inn í einhverja frægðarhöll samhliða þeim sem var að taka á móti Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og fræða hann um rafíþróttir og konunni sem er búin að byggja upp rafíþróttainnviði um hálfa Asíu,“ segir Ólafur um undarlega tilfinninguna sem læddist að honum í gærkvöld. Stundum best í heimi Þegar Ólafur er spurður út í stöðu rafíþrótta á Íslandi segir hann þjóðina mjög framarlega á ákveðnum sviðum þótt rafíþróttir hafi enn ekki verið viðurkendar sem fullgild íþrótt hérna. Ólíkt því sem hefur verið gert eða er mjög í umræðunni á hinum Norðurlöndunum. „Þetta er að gerast í þessum löndum sem við viljum helst bera okkur saman við en ég held það við ættum ekkert endilega að fókusa á það sem við erum að gera illa heldur frekar það sem við erum að gera vel,“ segir Ólafur og bendir á að jafnvel þótt rafíþróttir hafi ekki fengið fullgilda viðurkenningu á Íslandi þá stöndum við okkur um margt miklu betur en þjóðir sem hafi tekið það skref. „Það sem við erum til dæmis í rauninni að gera betur en allir í heiminum er hversu skýra stefnu við höfum um hvernig við viljum að fólk á Íslandi umgangist rafíþróttir á mismunandi aldri gegnum ævina og hvernig þær geti haft eins góð áhrif á líf fólks og mögulegt er. Hefðbundið skipulagt starf okkar í kringum rafíþróttir og aðgengi krakka að aðstöðu til að iðka rafíþróttir, að þjálfurum, að mótum og öðru óháð uppruna eða þjóðfélagsstöðu er eitthvað sem fyrirfinnst varla annars staðar í heiminum. Hérna á Íslandi erum við með þúsundur krakka að æfa, að keppa reglulega, upplifa sig sem hluta af liði. Að þau séu hluti af einhverju sem er stærra en þau sjálf og fá tilgang og stuðning frá nærumhverfinu sínu sem er alveg ómetanlegt. Ef við höldum áfram að einblína á þetta og styrkja þá held ég að við eigum eftir að halda áfram að vekja athygli og hljóta fleiri verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavettvangi.“
Rafíþróttir Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira