Íslensk börn skorti meiri aga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Margrét Lilja hvetur foreldra til þess að setja börnum sínum mörk. Vísir/Baldur Margrét Lilja Guðmundsdóttir háskólakennari og þekkingarstjóri Planet Youth segir rannsóknir sýna að íslenskum börnum séu ekki sett nægilega mikil mörk. Aðrar uppeldisaðferðir séu of ráðandi hér á landi þar sem foreldrar vilji frekar vera bestu vinir barna sinna í stað þess að setja þeim skýrar reglur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“ Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Margrét Lilja hefur undanfarin ár unnið við barna- og ungmennarannsóknir. Hún segir svör íslenskra barna í nýjustu rannsóknum sýna ákveðinn slaka í þeirra garð af hálfu foreldra. Foreldra sem séu ragir við að setja þeim skýrar reglur og skýr mörk. Mikilvægt að einblína á það sem virkar „Ég hef verið að benda á að við erum með aðrar uppeldisaðferðir, við erum með aðra nálgun, við reynum að fókusa á að vera bestu vinir barnanna okkar í stað þess að vera foreldrið sem við þurfum að vera,“ segir Margrét meðal annars í Bítinu. Margrét tekur fram að hún sé með þessu ekki að húðskamma foreldra. Það sem sé mikilvægt í málinu sé að einblína á það sem vita er að virki þegar kemur að uppeldi barna. „Við vitum að ef börn eru að fá skýran ramma, að foreldrar séu að vera þeir foreldrar sem þeir eiga að vera og einmitt segja hvað þú átt að gera og hvað ekki, að þá hjálpar það til í öllu.“ Ekki að hlekkja börn við rúmin Margrét tekur fram að hún sé ekki að leggja til að börnin séu hlekkjuð við mjaðmir foreldra sinna. Heldur að þeim sé settur ákveðinn rammi. „Ég segi nei af því ég elska þig, hann á svo vel við og það er líka það sem krakkarnir eru að biðja um. Þau eru að biðja um samveru, þau eru jafnvel að biðja um samveru þar sem við leggjum símana frá okkur, erum í samskiptum og tölum um hlutina sem skipta máli.“ Hún hvetur foreldra til þess að vera tilbúin til að hlusta. Það þurfi ekki að kunna allt þegar tekið sé á móti nýfæddu barni en það sé mikilvægt að hlusta á rannsóknir og reynslu. Aldrei hafi verið eins mikið af upplýsingum til, en sumt misgáfulegt og sumt beinlínis skaðlegt. Eldri kynslóðin þurfi líka að vera duglegri að miðla sinni reynslu. „Ég segi nú gjarnan söguna af því þegar móðir mín var að ráðleggja mér þegar ég var með börnin mín ung og ég svona hálfhvæsti af því að mér fannst að ég ætti að kunna þetta og það er einmitt þetta viðmót og ég skynja það líka mjög vel af því að ég geri svolítið af því að hitta foreldra og tala við þá, að þau eru hrædd um að barnið þeirra sé eina barnið. Þessi tilfinning, ég vil ekki að barnið mitt sé eina barnið sem fær ekki að vera úti seint á kvöldin eða fær ekki að eiga snjallsíma og svo framvegis.“
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira