Íslenski boltinn

Her­mann hættur með ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari ÍBV. vísir/hulda margrét

ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Hermann hefur þjálfað ÍBV undanfarin þrjú ár. Í sumar stýrði hann liðinu til sigurs í Lengjudeildinni og það endurheimti því sæti sitt í Bestu deildinni.

Í frétt á heimasíðu ÍBV segir að það hafi verið eindreginn vilji stjórnar knattspyrnudeildar að halda Hermanni en vegna breytinga á búsetu hans hafi hann ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins.

Undir stjórn Hermanns varð ÍBV í 8. sæti Bestu deildarinnar 2022 en féll í fyrra. Eyjamenn unnu svo Lengjudeildina sem fyrr sagði.

Hermann stýrði ÍBV einnig 2013. Liðið endaði þá í 6. sæti. Hann hefur einnig stýrt karla- og kvennaliðum Fylkis, karlaliði Þróttar Vogum og verið aðstoðarþjálfari Kerala Blasters og Southend United.


Tengdar fréttir

„Ótrúlega heilbrigður og flottur hópur“

Hermann Hreiðarsson segist vera einstaklega stoltur af því að koma ÍBV aftur upp í efstu deild. Hann hafi sjaldan unnið með eins flottum leikmannahópi á sínum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×