Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 13:05 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Frá þessu segir í greiningu Hagfræðideildarinnar. Þar kemur fram að ýmis merki séu um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. „Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð,“ segir í greiningunni. Sagt var frá því í gær að Greiningardeild Íslandsbanka spái því að peningastefnunefnd muni einmitt halda stýrivöxtunum óbreyttum í næstu viku. Samhljómur sé því milli greiningadeilda bankanna. Í greiningu Landsbankans segir að þegar peningastefnunefnd hafi síðast komið saman 21. ágúst hafði verðbólga aukist frá því á maífundinum. „Í ágústyfirlýsingunni var lögð áhersla á of mikla undirliggjandi verðbólgu, væntingar yfir markmiði og spennu í þjóðarbúinu. Þá kom fram að nefndin teldi aðhaldsstigið „hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið“ en að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kölluðu á „varkárni“. Verðbólga hefur hjaðnað verulega frá síðasta fundi Frá síðasta fundi hefur verðbólga hjaðnað verulega, úr 6,3% í 5,4%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því hækkað um 0,9 prósentustig á milli funda nefndarinnar. Hafa ber í huga að hjöðnunin undanfarið skýrist að hluta til af niðurfellingu opinberra gjalda, þ.e. einstaka skólagjalda og gjalda vegna skólamáltíða. Þótt slík niðurfelling komi til lækkunar á vísitölu neysluverðs gerir hún það að verkum að almenningur hefur meira fé milli handanna og kann því að vera þensluhvetjandi til lengri tíma. Verðbólguhjöðnunin er því ekki að öllu leyti til marks um minnkandi eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu, og við teljum líklegt að nefndin líti til þess. Við teljum að einnig spili inn í ýmsir aðrir hagvísar sem benda til þó nokkurrar eftirspurnar í hagkerfinu og að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni sé ráðlegt að halda vöxtum óbreyttum,“ segir í greiningu Landsbankans. Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Frá þessu segir í greiningu Hagfræðideildarinnar. Þar kemur fram að ýmis merki séu um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. „Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð,“ segir í greiningunni. Sagt var frá því í gær að Greiningardeild Íslandsbanka spái því að peningastefnunefnd muni einmitt halda stýrivöxtunum óbreyttum í næstu viku. Samhljómur sé því milli greiningadeilda bankanna. Í greiningu Landsbankans segir að þegar peningastefnunefnd hafi síðast komið saman 21. ágúst hafði verðbólga aukist frá því á maífundinum. „Í ágústyfirlýsingunni var lögð áhersla á of mikla undirliggjandi verðbólgu, væntingar yfir markmiði og spennu í þjóðarbúinu. Þá kom fram að nefndin teldi aðhaldsstigið „hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið“ en að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kölluðu á „varkárni“. Verðbólga hefur hjaðnað verulega frá síðasta fundi Frá síðasta fundi hefur verðbólga hjaðnað verulega, úr 6,3% í 5,4%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því hækkað um 0,9 prósentustig á milli funda nefndarinnar. Hafa ber í huga að hjöðnunin undanfarið skýrist að hluta til af niðurfellingu opinberra gjalda, þ.e. einstaka skólagjalda og gjalda vegna skólamáltíða. Þótt slík niðurfelling komi til lækkunar á vísitölu neysluverðs gerir hún það að verkum að almenningur hefur meira fé milli handanna og kann því að vera þensluhvetjandi til lengri tíma. Verðbólguhjöðnunin er því ekki að öllu leyti til marks um minnkandi eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu, og við teljum líklegt að nefndin líti til þess. Við teljum að einnig spili inn í ýmsir aðrir hagvísar sem benda til þó nokkurrar eftirspurnar í hagkerfinu og að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni sé ráðlegt að halda vöxtum óbreyttum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19