„Eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þar sem hann hafi áttað sig á því að hann væri ástfanginn af Söru Lind. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist muna vel eftir því þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur þegar þau störfuðu bæði hjá VR. Hann segist enn þann dag í dag þurfa að svara ósannindum um það hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán meðal annars æskuna úti á landi, árin í Versló og árin tvö frá 2011 til 2013 sem hann var formaður VR. Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formann meðal þeirra sem hafi dregið þá mynd upp af þeim hjónum að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað þegar þau kynntust. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Ekki hægt að ákveða að verða ástfanginn Stefán segir frá því í Einkalífinu þegar hann kynntist eiginkonu sinni Söru Lind Guðbergsdóttur á árum sínum í VR eftir að hún var ráðin þar til starfa árið 2012. Hann viðurkennir að það sé ekki heppilegt þegar ástarsambönd verði til inni á vinnustöðum. „Og hvað þá þegar það eru yfirmenn og undirmenn og annað í þeim dúr og það er alveg rétt og það veldur oft miklum erfiðleikum en svo gerist lífið bara. Það að vera ástfanginn er ekki ákvörðun, þú vaknar ekki einn daginn og segir: „Nú ætla ég að verða ástfanginn af honum Oddi.“ Það bara gerist.“ Stefán segist muna vel eftir augnablikinu þegar hann áttaði sig á því að hann væri ástfanginn af Söru. Hann segist hafa hafa kallað starfsfólk á sal og tilkynnt þeim um ráðahaginn. Þar hafi hann farið yfir málin í hreinskilni með starfsfólkinu. „Það sem að óvandaðir menn gerðu, meðal annars núverandi formaður VR sem fór mjög harkalega gegn okkur og hefur lengi haldið uppi óhróðri í okkar garð, með fulltingi manna eins og Reynis Traustasonar og Inga Freys Vilhjálmssonar, slíkra manna, hugsaðu þér félagsskapinn, þeir hafa stundað það allar götur síðan að draga upp þá mynd af okkur að við séum óheiðarlegt fólk sem höfum gert þarna eitthvað misjafnt. Þegar eini glæpur okkar var sá að verða ástfangin.“ Enn spurður í dag um hið rétta Stefán segir að enn þann dag í dag, meira en tíu árum síðar, sé hann spurður að því, af stöku leigubílstjóra sem dæmi, hvernig honum hafi dottið í hug að ráða konuna sína í vinnu. Hann þurfi síendurtekið að útskýra hið rétta í málinu. „Það segir ýmislegt um það að ef að menn halda uppi lygaáróðri gegn fólki viðstöðulaust og alveg blákalt, að þá getur verið erfitt að hrekja það eða dusta það af sér. En það skiptir okkur ekki neinu máli, við höfum fyrir löngu gert þetta upp og vitum alveg hvað er satt í þessu máli og það er það sem skiptir máli.“ Stefán segir einfaldlega allt hafa dregið sig að Söru. Hún sé bráðvel gefin, stórglæsileg og stórskemmtileg. „Kannski eina stóra spurningin í þessu er, hvernig í ósköpunum henni datt í hug að opna á þennan möguleika!“ segir Stefán hlæjandi. Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Ástin og lífið Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp