„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:24 Það er ljóst að það verður kátt á hjalla hjá Jökli Andréssyni og félögum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. „Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum. Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum.
Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira