„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Hinrik Wöhler skrifar 29. september 2024 16:45 Það gekk lítið upp hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar, í upphafi tímabils en á endanum náði hann að snúa við gengi liðsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. „Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Við erum að spila við sterkt lið og lið sem hefur geysilega öfluga framherja, meðal annars Söndru Maríu. Ég er mjög ánægður að hún hafi ekki skorað í dag en hún hefur farið illa með okkur í sumar,“ sagði Ólafur eftir leik. Framherji Þór/KA, Sandra María Jessen, hafði skorað fimm mörk í fyrri tveimur leikjum liðanna á tímabilinu en loks náðu Þróttarar að stöðva hana. „Stelpurnar voru að reyna og við sáum í restina að við vorum að fá færi. Þegar þú ert komin á þennan stað í mótinu og ekki af miklu öðru að keppa nema heiðrinum þá er ég ánægður með hugarfarið í liðinu,“ bætti Ólafur við. Sandra María Jessen hefur skorað fimm mörk á móti Þrótti sumar en náði ekki að bæta við í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur situr í fimmta sæti efri hluta Bestu deildarinnar og það eru sjö stig í Víking sem situr í fjórða sæti. Þó það sé langt í liðin fyrir ofan þá á Ólafur ekki erfitt með að koma baráttuanda í liðið fyrir síðustu leiki mótsins. „Þær eru mjög góðar í því sjálfar og samviskusamar, það hefur gengið vel á æfingum og í leikjum. Þessi leikur endurspeglar sumarið, við höfum verið sterkar varnarlega en vantað upp á í sóknarleiknum. Ég er ánægður með að það er verið að reyna.“ Fyrri hálfleikur var með rólegasta móti en bæði lið áttu álitleg færi í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Ólafur segir að þetta hafi fremur jafn leikur. „Ef við hefðum skorað hefðu Þórsarar verið fúlar, þetta var bara 50/50 leikur.“ Það mæddi talsvert á markverði Þróttar, Mollee Swift, í síðari hálfleik en þrátt fyrir áhlaup norðankvenna náði hún að halda markinu hreinu. „Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel,“ sagði Ólafur glettinn. Stoltur af liðinu eftir brösótta byrjun Stjórnartíð Ólafar hjá Þrótti fór sannarlega ekki vel af stað og sat liðið í neðsta sæti deildarinnar þegar átta umferðir voru búnar af mótinu. Nú siglir liðið lygnan sjó um miðja deild og er Ólafur hreykinn af liðinu að hafa komið til baka. „Ég er mjög stoltur hvernig liðið hefur vaxið í gegnum tímabilið. Við vorum í „struggli“ í byrjun og mörg áföll en það var aldrei gefist upp. Þróttur skoraði 40 mörk, ef ég man rétt, í deildinni í fyrra og 27 af mörkunum 40 fóru úr liðinu. Mér finnst takturinn, þrátt fyrir það, verið mjög góður og ásættanlegt,“ segir Ólafur þegar hann var beðinn um að fara stuttlega yfir tímabilið.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti