Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðlilegt pláss í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 09:04 Ásgeir segir of þrengt að einkabílnum í Reykjavík. Samsett Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásgeir segir það hafa verið jákvætt skref og mjög mikil tímamót þegar skrifað var undir samgöngusáttmálann 2019. Þá hafi sveitarfélögin náð saman um það sem þarf að gera á höfuðborgarsvæðinu og í hvaða röð. Sáttmálinn var endurskoðaður og skrifað undir í ágúst. Uppfærslunni fylgdi nokkur kostnaðarauki eins og hefur verið fjallað um. Heildarkostnaður er um 311 milljarðar. Ásgeir segir Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ hafa samþykkt uppfærsluna en þeir hafi nokkrar áhyggjur af tímalínunni og hvað eigi að gera þangað til allar þessar framkvæmdir eru komnar í gangið. „Það sem okkur finnst vanta í samninginn er að bregðast við þessum forsendubresti sem hefur orðið frá því að það var skrifað undir hann 2019,“ segir Ásgeir. Það hafi fjölgað um 21 þúsund íbúa og um 16 þúsund bíla. „Þetta er langt umfram það sem var reiknað með í mannfjöldaspá og bílafjölda. Bara þetta eitt eykur rosalega á vandann,“ segir Ásgeir. Þá sé í uppfærslunni verið að seinka stofnframkvæmdum eins og mislægum gatnamótum á Bústaðavegi. Fyrir uppfærsluna hafi verið á plani að ljúka því 2026 en nú sé áætlað að ljúka því 2030. Hann segir að þetta hafi verið rætt í nefnd í Reykjavík og minnihluti lagt til að þessari framkvæmd yrði aftur flýtt en því hafi verið hafnað af meirihluta. „Okkur finnst skipulagið í Reykjavík vera að koma í veg fyrir að bílarnir fái eðlilegt pláss í þessu framtíðarskipulagi,“ segir Ásgeir. Það sé sífellt verið að þrengja að einkabílnum og mynda tafir. Því það sé gert ráð fyrir því að fólk muni nýta Borgarlínuna þegar hún verði tilbúin. Peningunum vel varið Hvað varðar kostnaðinn við áætlunina segir Ásgeir auðvitað fjárhæðina háa sem sé ætlað í þessar framkvæmdir en í stóra samhenginu séu þetta ekki endilega miklar fjárhæðir. „Til 2030 verður þetta einn þriðji af þeim framkvæmdum sem eiga að fara í samgöngur hjá sveitarfélögunum,“ segir Ásgeir. Hann segir sáttmálann góðan og að peningunum sé vel varið. Það sé mikið af fólki sem myndi vilja nýta almenningssamgöngur meira í dag en það gerir. „En á meðan strætó er fastur í sömu umferð og við, einkabíllinn, þá gerist ekkert í því.“ Hvað varðar Sundabraut eða Sundabrú segir Ásgeir framkvæmdir eiga að hefjast 2026. En það sé margt enn óljóst um hana. Hvar hún kemur upp báðu megin. Það skipti öllu máli að tengingar séu í lagi svo hún virki. Verði að liðka fyrir umferð á meðan er beðið Ásgeir segir enn langt í að allar þær framkvæmdir sem séu áætlaðar eins og Fossvogsbrú og Miklabraut komist í notkun. Þangað til verði að liðka til í umferðinni með einhverjum tímabundnum lausnum. „Það gerist ekkert fyrr en eftir fyrr en kannski sex eða sjö ár,“ segir hann og að það verði allir að koma að borðinu, skóla og vinnustaði til dæmis. Samgöngur Mosfellsbær Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Bítið Umferð Bílar Tengdar fréttir Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ásgeir segir það hafa verið jákvætt skref og mjög mikil tímamót þegar skrifað var undir samgöngusáttmálann 2019. Þá hafi sveitarfélögin náð saman um það sem þarf að gera á höfuðborgarsvæðinu og í hvaða röð. Sáttmálinn var endurskoðaður og skrifað undir í ágúst. Uppfærslunni fylgdi nokkur kostnaðarauki eins og hefur verið fjallað um. Heildarkostnaður er um 311 milljarðar. Ásgeir segir Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ hafa samþykkt uppfærsluna en þeir hafi nokkrar áhyggjur af tímalínunni og hvað eigi að gera þangað til allar þessar framkvæmdir eru komnar í gangið. „Það sem okkur finnst vanta í samninginn er að bregðast við þessum forsendubresti sem hefur orðið frá því að það var skrifað undir hann 2019,“ segir Ásgeir. Það hafi fjölgað um 21 þúsund íbúa og um 16 þúsund bíla. „Þetta er langt umfram það sem var reiknað með í mannfjöldaspá og bílafjölda. Bara þetta eitt eykur rosalega á vandann,“ segir Ásgeir. Þá sé í uppfærslunni verið að seinka stofnframkvæmdum eins og mislægum gatnamótum á Bústaðavegi. Fyrir uppfærsluna hafi verið á plani að ljúka því 2026 en nú sé áætlað að ljúka því 2030. Hann segir að þetta hafi verið rætt í nefnd í Reykjavík og minnihluti lagt til að þessari framkvæmd yrði aftur flýtt en því hafi verið hafnað af meirihluta. „Okkur finnst skipulagið í Reykjavík vera að koma í veg fyrir að bílarnir fái eðlilegt pláss í þessu framtíðarskipulagi,“ segir Ásgeir. Það sé sífellt verið að þrengja að einkabílnum og mynda tafir. Því það sé gert ráð fyrir því að fólk muni nýta Borgarlínuna þegar hún verði tilbúin. Peningunum vel varið Hvað varðar kostnaðinn við áætlunina segir Ásgeir auðvitað fjárhæðina háa sem sé ætlað í þessar framkvæmdir en í stóra samhenginu séu þetta ekki endilega miklar fjárhæðir. „Til 2030 verður þetta einn þriðji af þeim framkvæmdum sem eiga að fara í samgöngur hjá sveitarfélögunum,“ segir Ásgeir. Hann segir sáttmálann góðan og að peningunum sé vel varið. Það sé mikið af fólki sem myndi vilja nýta almenningssamgöngur meira í dag en það gerir. „En á meðan strætó er fastur í sömu umferð og við, einkabíllinn, þá gerist ekkert í því.“ Hvað varðar Sundabraut eða Sundabrú segir Ásgeir framkvæmdir eiga að hefjast 2026. En það sé margt enn óljóst um hana. Hvar hún kemur upp báðu megin. Það skipti öllu máli að tengingar séu í lagi svo hún virki. Verði að liðka fyrir umferð á meðan er beðið Ásgeir segir enn langt í að allar þær framkvæmdir sem séu áætlaðar eins og Fossvogsbrú og Miklabraut komist í notkun. Þangað til verði að liðka til í umferðinni með einhverjum tímabundnum lausnum. „Það gerist ekkert fyrr en eftir fyrr en kannski sex eða sjö ár,“ segir hann og að það verði allir að koma að borðinu, skóla og vinnustaði til dæmis.
Samgöngur Mosfellsbær Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Bítið Umferð Bílar Tengdar fréttir Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14 Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Miklabraut í jarðgöng, Sæbraut í stokk og óbreytt Borgarlínuáform Heildarkostnaður til ársins 2040 við nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var á blaðamannafundi í dag er áætlaður 311 milljarðar króna. Stærstu breytingarnar frá fyrri sáttmála eru þær að Miklabraut verði lögð í jarðgöng ekki stokk, og Sæbraut verði lögð í stokk. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður. 21. ágúst 2024 15:14
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33