Emil Atlason skoraði sitt þriðja mark í september þegar hann kom Stjörnunni yfir með skalla eftir hornspyrnu heimspekingsins Hilmars Árna Halldórssonar.
Emil hefur þar með skorað tólf mörk í deildinni, eftir að hafa orðið markakóngur í fyrra með sautjánmörk, en hann er fjórði markahæstur nú þegar þrjár umferðir eru eftir. Þrátt fyrir að skora ekki í gær er Viktor Jónsson markahæstur með 16 mörk, og Benoný Breki Andrésson úr KR og Patrick Pedersen úr Val eru með 15 hvor.
Stjarnan komst í 2-0 með slysalegu sjálfsmarki Johannes Vall. Hilmar Árni átti fast skot úr teignum í stöng og stöng, áður en boltinn hrökk í Vall og þaðan rétt inn fyrir marklínuna.
Jón Hrafn Barkarson skoraði svo þriðja markið í lokin og hefur þar með skorað tvö mörk á aðeins 45 mínútum í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa snúið aftur í Garðabæinn í júlí úr þriggja ára dvöl hjá Leikni í Breiðholti.
Með sigrinum er Stjarnan með 38 stig í 4. sæti Bestu deildarinnar, aðeins stigi á eftir Val í baráttunni um síðasta Evrópusætið sem í boði er.