Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 12:35 Lúðvík var fimmtugur þegar hann lést í byrjun árs við vinnu í Grindavík. Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Lúðvík var við störf á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands að fylla í sprungu við íbúðarhús í bænum þegar hann féll ofan í hana. Leit að honum skilaði engu og var henni hætt á þriðja degi. Vinnueftirlitið segir í skýrslu sinni að slysið megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks heitins. Hann segir skýrsluna um margt góða. Hann stingur niður penna á Facebook. „En umfjöllunin takmarkast þó að mestu um aðkomu Verkfræðistofnunnar EFLU og verktakans á svæðinu. Skýrslan fjallar því hvorki um þátt Almannavarna, lögreglu né aðkomu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Að því sögðu þá undirbyggir skýrslan og styður þá eðlilegu ósk fjölskyldunnar að Alþingi eða dómsmálaráðherra láti fara fram heildstæða rannsókn á öllum þáttum málsins, bæði aðdragandanum, slysinu og eftirleiknum. Engin rök standa lengur til þess að fresta ákvörðun um rannsókn á málinu. Einungis þannig getum við dregið raunverulegan lærdóm af slysinu,“ segir Elías í færslu á Facebook. Hann bendir á lokaorð skýrslunnar þar sem segir: „Þegar verk eru áhættumetin þá ætti fyrsta spurningin alltaf að vera hvort algjörlega nauðsynlegt sé að framkvæma tiltekið verk sem hefur hættu í för með sér. Í ljósi aðstæðna í Grindavík, þar sem atburðarás í tengslum við náttúruhamfarir var enn í gangi, má velta upp hvort þetta tiltekna verk hafi verið áhættunnar virði.“ Þessari lokaspurningu Vinnueftirlitsins hafi ekki svarað með beinum hætti í skýrslunni, en hún sé kjarnaspurning. „Öllum má þó vera ljóst að við aðstandendur Lúlla teljum að verkið hafi ekki verið þeirrar áhættu virði sem leiddi til hins hörmulega slyss.“ Fleiri spurningum sé nauðsynlegt að svara að mati fjölskyldunnar. „Til að mynda hvaða skipulag ríkti, hvernig var það framkvæmt meðan hættuástand ríkti á svæðinu? Hver fór raunverulega með stjórn og reglusetningu meðan hættuástandi varði? Hver hafði eftirlit með framkvæmd þess? Þá er ofur eðlilegt að spurt sé hvaða ákvarðanir voru teknar varðandi aðgengi, framkvæmdir, ofl., sem síðar leiddu til slyssins. Allt eru þetta grundvallarspurningar sem verður að leita svara við og draga lærdóm af svörum.“ Annað sé óásættanlegt.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnuslys Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira