Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2024 15:03 Hafrannsóknarstofnun gefur áformum þýska fyrirtækisins Heidelberg um efnistöku og uppbyggingu við Þorlákshöfn falleinkunn. Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergkveður fyrirtækið hafa mætt stofnuninni í fyrri umsögn. Nú sé verið að fara yfir síðara mat hennar. Vísir Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn. Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira