Eina bakaríi bæjarins skellt fyrirvaralaust í lás Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2024 13:33 Miðinn sem settur var upp í glugga á hurð Heimabakarís í gærmorgun, þar sem tilkynnt var að bakaríinu yrði lokað. Húsvíkingar ráku upp stór augu í gærmorgun þegar eina bakaríi bæjarins var skyndilega skellt í lás. Sveitastjórnarfulltrúi segir mikinn missi að bakaríi í bænum, sem starfrækt hefur verið í rúm hundrað ár, og algjör óvissa ríki um framhaldið Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar. Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Bakarí hefur staðið við Garðarsbraut á Húsavík frá árinu 1923. Reksturinn hefur þó verið undir mismunandi nöfnum og undir stjórn nokkurra eigenda í gegnum tíðina. Frá árinu 2015 hefur bakaríið heitið Heimabakarí - en níu ára sögu þess virðist hafa lokið í gær, þegar viðskiptavinir komu að læstum dyrum. „Því miður hefur Heimabakarí lokað vegna rekstarörðugleika. Þökkum viðskiptin á liðnum árum,“ stóð skrifað á blaði í glugga bakarísins. Aldey Unnar Traustadóttir, íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi, segir tíðindin hafa komið Húsvíkingum í opna skjöldu. Aldey Unnar Traustadóttir er íbúi á Húsavík og sveitastjórnarfulltrúi V-listans í Norðurþingi. „Mér finnst þetta fyrst og fremst mjög leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona og leiðinlegt bæði fyrir eigendur og íbúa þegar eitthvað svona gerist. Af því að í svona litlum samfélögum skipta allir svona hlutir máli,“ segir Aldey. „Það sem er kannski undarlegast í þessu er að maður hafði ekki frétt neitt af þessu. Oftast í svona litlum samfélögum fréttir maður af alls konar en þetta virðist ekki hafa spurst neitt út og svo var bara miði á hurðinni þar sem stóð að það þyrfti að loka.“ Endurspegli ef til vill ástandið í samfélaginu Aldey segir algjöra óvissu ríkja um framhaldið, hvort bakarí verði opnað á ný við Garðarsbraut. Að hennar mati ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að reka áfram bakarí í bænum, þó að hún sýni því skilning að rekstrarumhverfið sé erfitt. „En jú, ég held að þetta hafi allt áhrif, hvernig samfélagið er núna, hvernig staðan er í samfélaginu. Það eru allir að draga saman og heimilin eru að gera það líka, jafnvel að versla minna, og sömuleiðis dýrara fyrir eigendur að búa til vörurnar.“ Aldey reiknar með að málið verði rætt á fundi byggðaráðs Norðurþings á fimmtudag. Ekki náðist í eigendur Heimabakarís við vinnslu fréttarinnar.
Verslun Norðurþing Bakarí Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira