Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. október 2024 12:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir aðra staði ættu að koma til greina undir varaflugvöll en Hvassahraun. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“ Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“
Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28