Skiltið skuli fjarlægt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 07:00 Skilti hefur verið á staðnum um hríð en stafrænt skilti nýtur ekki náð fyrir augum bæjaryfirvalda. Vísir/Vilhelm Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði á vef nefndarinnar. Um er að ræða stafrænt auglýsingaskilti sem er átján fermetrar að stærð og sett var upp í stað prentaðs skiltis sem þar var áður. Ákvörðun byggingarfulltrúans lá fyrir þann 18. júlí og kvað hún á um að skiltið skyldi fjarlægt innan sjö daga frá mótttöku tilkynningarinnar að viðlögðum 50 þúsund króna dagsektum. Fram kemur í úrskurðinum að eigendur að Digranesvegi hafi óskað eftir leyfi fyrir skiltinu fyrir tveimur árum síðan. Byggingarfulltrúi hafi í þrígang óskað eftir upplýsingum frá eigendum um teikningar og byggingarlýsingu án þess að fá svör. Í febrúar á þessu ári hafi byggingarfulltrúi svo sent eigendum bréf þess efnis að skiltið hefði ekki verið samþykkt. Krafðist fulltrúinn þess að skiltið yrði tekið niður og að slökkt yrði á því án tafar. Sagði eigandi á Digranesvegi að honum hefði ekki borist framangreind bréf þar sem þau hafi verið send á rangt netfang og gerði Kópavogsbær ekki athugasemdir við það. Þá hafi fulltrúinn í lok febrúar ítrekað kröfur sínar og hótað dagsektum. Þann 6. mars hafi eigandinn óskað að nýju eftir byggingarleyfi og tekið fram að verið væri að endurnýja prentað skilti sem hefði verið á þessum stað í tuttugu ár. Eigandi lóðarinnar vildi í kæru sinni til úrskurðarnefndar meina að byggingarfulltrúinn hefði ekki veitt sér andmælarétt vegna ákvörðunarinnar. Um væri að ræða óverulega breytingu þar sem slökkt yrði á skiltinu á kvöldin. Í svörum bæjarins segir hinsvegar að að andmæli hefðu engu breytt, ljóst hafi verið að skiltið hafi verið uppi án byggingarleyfis. Í úrskurði nefndarinnar segir meðal annars að eigendur hafi verið meðvitaður um afstöðu byggingarfulltrúa og auk þess hafi sveitarfélagið frestað beitingu dagsekta þar til að niðurstaða í málinu lá fyrir. Eigendur hafa nokkra daga til þess að fjarlæga skiltið eða sæta ellegar dagsektum.Vísir/Vilhelm
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent