Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 08:04 Karl segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni geta gagnast ýmsum aðilum sem til að mynda standa í framkvæmdum. „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum. Vísindi Tækni Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum.
Vísindi Tækni Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira