Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2024 11:50 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. vísir Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Samningurinn gildir í fjögur ár og nær til starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu og Hveragerði. Þetta er í fyrsta sinn sem samninganefnd Eflingar semur við SFV utan almennra kjarasamninga. Stjórnvöld taka á vandanum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið gert vegna alvarlegs mönnunarvanda hjúkrunarheimila síðustu ár. „Þessi mönnunarvandi hefur auðvitað verið þekktur núna mjög lengi. Í það minnsta þrjár ítarlegar skýrslur hafa verið unnar um hann, nú síðast skýrsla Gylfa Magnússonar árið 2021 og mikið var rætt um. En það þurfti samninganefnd Eflingar, fólkið sjálft sem starfar á hjúkrunarheimilunum, til að fá stjórnvöld til að viðurkenna að það þurfi að takast á við þennan vanda. Og það ætla þau að gera,“ segir Sólveig. Í samningnum er samkomulag við stjórnvöld um að taka skuli á mönnunarvandanum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneytin skuli vera búin að leggja fram fjármagnaðar og tímasettar lausnir á vandanum fyrir apríl á næsta ári. Gangi það ekki eftir er Eflingu heimilt að segja upp samningnum. Félagsfólkið skili frábærum árangri „Við fylgjum launastefnunni sem mótuð var í kjarasamningum okkar á almennum markaði sem hefur fylgt í öllum öðrum samningum. En það voru fjölmörg önnur atriði sem við náðum miklum árangri í í þessum samningum. En þetta var grundvallarkrafan og það hefði aldrei verið hægt að ganga frá samningum nema að þessi niðurstaða hafi komið.“ „Eins og við vorum búin að lýsa yfir, þá vorum við tilbúin til að slíta viðræðum og undirbúa aðgerðir ef ekki næðist fullnægjandi árangur í viðræðunum. Og ég tel að sú staðfesta afstaða okkar í samninganefndinni, og sú mikla vitneskja sem er til staðar um það að þegar við í Eflingu förum í kjarasamninga erum við með félagsfólk á bak við okkur, hafi skilað þessum frábæra árangri,“ segir Sólveig.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Hveragerði Hjúkrunarheimili Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira