Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 3. október 2024 22:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns Gunnarssonar Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, að Ölfusárbrú væri allt of dýr í þeirri mynd sem hún er áformuð. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns um að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. „Ég held að það sé nú ekki raunin. Við erum alltaf að reyna að finna þær brúargerðir sem henta á hverjum stað. Í þessu tilfelli erum við með aðstæður þar sem þarf að taka á mismunahreyfingum jarðskjálfta, við viljum ekki auka flóðahættu á Selfossi, og þess vegna þurfum við að brúa farveginn í einu lagi,“ segir Guðmundur. Vísanir Jóns til brúa yfir Borgarfjörð og Þorskafjörð, þar sem um 50 metrar eru á milli stöpla standist því ekki. Á fyrri stigum hafi þó verið horft til tveggja bogabrúa frá sitthvorum bakkanum sem myndu mætast á Efri-Laugardælareyju. „Sá kostur var metinn dýrari á sínum tíma, fyrir tíu, fimmtán árum. Þessi kostur, sem er stagbrú, hún var valin til frekari hönnunum,“ segir Guðmundur. Þá sé ekki raunhæft að hætta við smíði brúarinnar, líkt og Jón leggur til. „Svona mannvirki þykir hagkvæmt fyrir þær haflengdir og aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að sú athugasemd á kannski ekki alveg rétt á sér.“ Framkvæmdir hafa dregist, þar sem illa gengur að mæta skilyrði Alþingis um að veggjöld standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, sem er áætlaður um 14 milljarðar með öllu. „Stakt veggjald sem er um 500 krónur fyrir fólksbíla, það ætti að standa undir. Fyrir þá sem nota mikið er það kannski 250 til 300 krónur.“ Í áætlunum Vegagerðarinnar var gert ráð fyrir að verksamningur kæmist á í júlí. „Nú er það kannski hjá ráðuneytunum að klára málið,“ segir Guðmundur. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin Biðin fer illa í íbúa Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að biðin eftir brúnni fari ekki vel í sig eða íbúa sveitarfélagsins. „Þessar tafir undanfarin ár eru ekki góðar fyrir svæðið. Það er hagsmunamál fyrir okkur íbúa á þessu svæði, og í raun Sunnlendinga alla, að ný Ölfusárbrú rísi sem allra fyrst til þess að bæta bæði öryggi og umferðarflæði,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.Vísir/Sigurjón Hann segir að þeir sem hafi komið á Selfoss undanfarið ættu að kannast við miklar tafir í kringum gömlu brúnna. Hvernig leggjast þessar hugmyndir Jóns í þig um öðruvísi og ódýrari brú? „Ég er nú ekki brúarhönnuður, en ef það er hægt að byggja hagkvæmt, og hagkvæmara, þá myndum við auðvitað styðja það. Ég tala nú ekki um ef það er hægt að byggja þessa brú eða hvaða aðra framkvæmd hraðar og með hagkvæmari hætti. Við verðum líka að treysta fagfólkinu sem er að vinna að þessu, að það sé bæði verið að gera þetta vel og hagkvæmt.“ Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Vegtollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, að Ölfusárbrú væri allt of dýr í þeirri mynd sem hún er áformuð. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns um að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. „Ég held að það sé nú ekki raunin. Við erum alltaf að reyna að finna þær brúargerðir sem henta á hverjum stað. Í þessu tilfelli erum við með aðstæður þar sem þarf að taka á mismunahreyfingum jarðskjálfta, við viljum ekki auka flóðahættu á Selfossi, og þess vegna þurfum við að brúa farveginn í einu lagi,“ segir Guðmundur. Vísanir Jóns til brúa yfir Borgarfjörð og Þorskafjörð, þar sem um 50 metrar eru á milli stöpla standist því ekki. Á fyrri stigum hafi þó verið horft til tveggja bogabrúa frá sitthvorum bakkanum sem myndu mætast á Efri-Laugardælareyju. „Sá kostur var metinn dýrari á sínum tíma, fyrir tíu, fimmtán árum. Þessi kostur, sem er stagbrú, hún var valin til frekari hönnunum,“ segir Guðmundur. Þá sé ekki raunhæft að hætta við smíði brúarinnar, líkt og Jón leggur til. „Svona mannvirki þykir hagkvæmt fyrir þær haflengdir og aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að sú athugasemd á kannski ekki alveg rétt á sér.“ Framkvæmdir hafa dregist, þar sem illa gengur að mæta skilyrði Alþingis um að veggjöld standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, sem er áætlaður um 14 milljarðar með öllu. „Stakt veggjald sem er um 500 krónur fyrir fólksbíla, það ætti að standa undir. Fyrir þá sem nota mikið er það kannski 250 til 300 krónur.“ Í áætlunum Vegagerðarinnar var gert ráð fyrir að verksamningur kæmist á í júlí. „Nú er það kannski hjá ráðuneytunum að klára málið,“ segir Guðmundur. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin Biðin fer illa í íbúa Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að biðin eftir brúnni fari ekki vel í sig eða íbúa sveitarfélagsins. „Þessar tafir undanfarin ár eru ekki góðar fyrir svæðið. Það er hagsmunamál fyrir okkur íbúa á þessu svæði, og í raun Sunnlendinga alla, að ný Ölfusárbrú rísi sem allra fyrst til þess að bæta bæði öryggi og umferðarflæði,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.Vísir/Sigurjón Hann segir að þeir sem hafi komið á Selfoss undanfarið ættu að kannast við miklar tafir í kringum gömlu brúnna. Hvernig leggjast þessar hugmyndir Jóns í þig um öðruvísi og ódýrari brú? „Ég er nú ekki brúarhönnuður, en ef það er hægt að byggja hagkvæmt, og hagkvæmara, þá myndum við auðvitað styðja það. Ég tala nú ekki um ef það er hægt að byggja þessa brú eða hvaða aðra framkvæmd hraðar og með hagkvæmari hætti. Við verðum líka að treysta fagfólkinu sem er að vinna að þessu, að það sé bæði verið að gera þetta vel og hagkvæmt.“
Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Vegtollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira