Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 3. október 2024 22:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns Gunnarssonar Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, að Ölfusárbrú væri allt of dýr í þeirri mynd sem hún er áformuð. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns um að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. „Ég held að það sé nú ekki raunin. Við erum alltaf að reyna að finna þær brúargerðir sem henta á hverjum stað. Í þessu tilfelli erum við með aðstæður þar sem þarf að taka á mismunahreyfingum jarðskjálfta, við viljum ekki auka flóðahættu á Selfossi, og þess vegna þurfum við að brúa farveginn í einu lagi,“ segir Guðmundur. Vísanir Jóns til brúa yfir Borgarfjörð og Þorskafjörð, þar sem um 50 metrar eru á milli stöpla standist því ekki. Á fyrri stigum hafi þó verið horft til tveggja bogabrúa frá sitthvorum bakkanum sem myndu mætast á Efri-Laugardælareyju. „Sá kostur var metinn dýrari á sínum tíma, fyrir tíu, fimmtán árum. Þessi kostur, sem er stagbrú, hún var valin til frekari hönnunum,“ segir Guðmundur. Þá sé ekki raunhæft að hætta við smíði brúarinnar, líkt og Jón leggur til. „Svona mannvirki þykir hagkvæmt fyrir þær haflengdir og aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að sú athugasemd á kannski ekki alveg rétt á sér.“ Framkvæmdir hafa dregist, þar sem illa gengur að mæta skilyrði Alþingis um að veggjöld standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, sem er áætlaður um 14 milljarðar með öllu. „Stakt veggjald sem er um 500 krónur fyrir fólksbíla, það ætti að standa undir. Fyrir þá sem nota mikið er það kannski 250 til 300 krónur.“ Í áætlunum Vegagerðarinnar var gert ráð fyrir að verksamningur kæmist á í júlí. „Nú er það kannski hjá ráðuneytunum að klára málið,“ segir Guðmundur. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin Biðin fer illa í íbúa Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að biðin eftir brúnni fari ekki vel í sig eða íbúa sveitarfélagsins. „Þessar tafir undanfarin ár eru ekki góðar fyrir svæðið. Það er hagsmunamál fyrir okkur íbúa á þessu svæði, og í raun Sunnlendinga alla, að ný Ölfusárbrú rísi sem allra fyrst til þess að bæta bæði öryggi og umferðarflæði,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.Vísir/Sigurjón Hann segir að þeir sem hafi komið á Selfoss undanfarið ættu að kannast við miklar tafir í kringum gömlu brúnna. Hvernig leggjast þessar hugmyndir Jóns í þig um öðruvísi og ódýrari brú? „Ég er nú ekki brúarhönnuður, en ef það er hægt að byggja hagkvæmt, og hagkvæmara, þá myndum við auðvitað styðja það. Ég tala nú ekki um ef það er hægt að byggja þessa brú eða hvaða aðra framkvæmd hraðar og með hagkvæmari hætti. Við verðum líka að treysta fagfólkinu sem er að vinna að þessu, að það sé bæði verið að gera þetta vel og hagkvæmt.“ Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Vegtollar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, að Ölfusárbrú væri allt of dýr í þeirri mynd sem hún er áformuð. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, tekur ekki undir fullyrðingar Jóns um að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. „Ég held að það sé nú ekki raunin. Við erum alltaf að reyna að finna þær brúargerðir sem henta á hverjum stað. Í þessu tilfelli erum við með aðstæður þar sem þarf að taka á mismunahreyfingum jarðskjálfta, við viljum ekki auka flóðahættu á Selfossi, og þess vegna þurfum við að brúa farveginn í einu lagi,“ segir Guðmundur. Vísanir Jóns til brúa yfir Borgarfjörð og Þorskafjörð, þar sem um 50 metrar eru á milli stöpla standist því ekki. Á fyrri stigum hafi þó verið horft til tveggja bogabrúa frá sitthvorum bakkanum sem myndu mætast á Efri-Laugardælareyju. „Sá kostur var metinn dýrari á sínum tíma, fyrir tíu, fimmtán árum. Þessi kostur, sem er stagbrú, hún var valin til frekari hönnunum,“ segir Guðmundur. Þá sé ekki raunhæft að hætta við smíði brúarinnar, líkt og Jón leggur til. „Svona mannvirki þykir hagkvæmt fyrir þær haflengdir og aðstæður sem eru fyrir hendi, þannig að sú athugasemd á kannski ekki alveg rétt á sér.“ Framkvæmdir hafa dregist, þar sem illa gengur að mæta skilyrði Alþingis um að veggjöld standi undir kostnaði framkvæmdarinnar, sem er áætlaður um 14 milljarðar með öllu. „Stakt veggjald sem er um 500 krónur fyrir fólksbíla, það ætti að standa undir. Fyrir þá sem nota mikið er það kannski 250 til 300 krónur.“ Í áætlunum Vegagerðarinnar var gert ráð fyrir að verksamningur kæmist á í júlí. „Nú er það kannski hjá ráðuneytunum að klára málið,“ segir Guðmundur. Nýja Ölfusárbrúin er teiknuð 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli.Vegagerðin Biðin fer illa í íbúa Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að biðin eftir brúnni fari ekki vel í sig eða íbúa sveitarfélagsins. „Þessar tafir undanfarin ár eru ekki góðar fyrir svæðið. Það er hagsmunamál fyrir okkur íbúa á þessu svæði, og í raun Sunnlendinga alla, að ný Ölfusárbrú rísi sem allra fyrst til þess að bæta bæði öryggi og umferðarflæði,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.Vísir/Sigurjón Hann segir að þeir sem hafi komið á Selfoss undanfarið ættu að kannast við miklar tafir í kringum gömlu brúnna. Hvernig leggjast þessar hugmyndir Jóns í þig um öðruvísi og ódýrari brú? „Ég er nú ekki brúarhönnuður, en ef það er hægt að byggja hagkvæmt, og hagkvæmara, þá myndum við auðvitað styðja það. Ég tala nú ekki um ef það er hægt að byggja þessa brú eða hvaða aðra framkvæmd hraðar og með hagkvæmari hætti. Við verðum líka að treysta fagfólkinu sem er að vinna að þessu, að það sé bæði verið að gera þetta vel og hagkvæmt.“
Ný Ölfusárbrú Árborg Samgöngur Vegagerð Vegtollar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira