Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2024 07:01 Siguður, Hildur, Bragi Valdimar og Íris Mjöll fara yfir stöðu mála á markaðs- og auglýsingastofum. Framkvæmdastjórar fjögurra af stærstu markaðs- og auglýsingastofa landsins kannast við samdrátt undanfarna mánuði. Ekki hafi þó þurft að grípa til uppsagna nýlega og sums staðar hefur starfsfólki verið fjölgað. Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna, níu hjá Hvíta húsinu og fjórir hjá Ennemm. Framkvæmdastjórar stofanna sögðu kreppa að og sárt að þurfa að grípa til uppsagna. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fimm stórar stofur til viðbótar til að kanna stöðu mála þar. Fækkað um tvo hjá Brandenburg á árinu Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri hjá Brandenburg sem er ein stærsta stofa landsins. Þar hafi þurft að fækka um tvo á árinu. „Það eru augljóslega miklar áskoranir í þessum bransa, eins og alltaf þegar kreppir að. Fyrirtæki halda að sér höndum, fara í færri og smærri markaðsátök og halda eðlilega fast um budduna. Fyrirtæki hafa líka verið að byggja upp framleiðsludeildir innanhúss, sem er mikil áskorun fyrir hið hefðbundna rekstrarmódel auglýsingastofa,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta kallar augljóslega á uppstokkun og endurhugsun. Við höfum þurft að segja upp tveimur stöðugildum fyrr á þessu ári, en um leið höfum við verið að þétta raðirnar. Okkar strategía er að styrkja okkur sem sköpunarstofu, eða „creative agency“ og því höfum við fengið til liðs við okkur nýjan formann stjórnar með mikla alþjóðlega reynslu, Furu Jóhannesdóttur, auk þess sem við réðum nú um mánaðamótin inn hönnuð með mjög fjölbreyttan bakgrunn.“ Fjölga fólki Hildur Hjartardóttir er framkvæmdastjóri hjá Hér og nú. „Við sáum þessa frétt einmitt líka en staðan hjá okkur er þvert á móti sú að við höfum verið að ráða inn og leita að fólki, sérstaklega í stafrænni birtingastjórnun,“ segir Hildur. „Við leggjum mikið upp úr árangri og plönum til lengri tíma sem skapar í raun tækifæri fyrir fyrirtækin okkar á tímum sem þessum. Við höfum líka lagt mikið upp úr því á síðustu misserum að skoða og fjárfesta í tækifærum í þessum geira, bæði hérlendis og erlendis, sem nýtast okkar viðskiptavinum í sinni markaðssetningu.“ Aukin eftirspurn en finna aðeins fyrir samdrætti Sigurður Svansson framkvæmdastjóri hjá Sahara segir fyrirtækið ekki hafa þurft að grípa til uppsagna síðustu mánuði. „Við höfum lítilega bætt við okkur starfsólki á árinu og finnum fyrir aukinni eftirspurn. Fyrirtæki eru vissulega að halda að sér höndunum og finnum við eitthvað fyrir því,“ segir Sigurður. „Markaðurinn er sömuleiðis að þróast samhliða aukins vægi stafrænna miðla og breytinga á ísensku auglýsingalandslagi. Sahara er í eðli sínu nokkuð ólíkt á markaði, borið saman við þau félög sem þú nefnir, með ríka áherslu á stafræna markaðssetningu,“ segir Sigurður og vísar til fréttarinnar af uppsögnum á Hvíta húsinu og Ennemm. Sérhæft fólk í miðlun efnis Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar, segir fyrirtækið ekki hafa gripið til uppsagna. Þvert á móti hafi verið ráðið inn fólk á árinu. „Það fólk sem við höfum ráðið inn er ekki að sinna „hefðbundinni“ auglýsingavinnu heldur sérhæfir það sig í miðlun efnis í gegnum samskipti, almannatengsl og samfélagsmiðla. Hjá okkur hefur önnur þjónusta en framleiðslu auglýsinga verið að stækka það er stafrænar birtingar og ráðgjöf auk eins og fyrr segir samskipti, samfélagsmiðlaefni og almannatengsl,“ segir Guðmundur. Guðmundur H. Pálsson er framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar. „Hvað varðar markaðinn þá erum við á tímum samdráttar með háum vöxtum og verðbólgu. Á þannig tímum hefur almennt verið dregið saman í markaðsaðgerðum hjá fyrirtækjum, þvert á okkar ráðgjöf. Þau fyrirtæki sem eru framsýn hafa á þeim tímum frekar gefið í hjá sér í markaðsaðgerðum og höfum við séð árangur af því, ásamt því að rannsóknir hafa sýnt fram á það.“ TBWA-Pipar hafi fundið fyrir áhyggjum hjá viðskiptavinum sínum út af stöðunni í samfélaginu, en ekki fundið fyrir minnkun. „Með auknu vöruframboði hjá okkur ásamt því að sækja nýja viðskiptavini höfum við ekki dregið saman í þeim verkefnum sem eru á stofunni okkar.“ Finna hjólin snúast hægar Íris Mjöll Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Brandr. Þar hafi ekki þurft að grípa til uppsagna vegna samdráttar á undanförnum mánuðum. „Nú þegar hjól atvinnulífsins eru að byrja að snúast eftir gott sumarfrí að þá finnum við þau að snúast hægar en oft áður.“ Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í tæp fjögur ár á miðvikudag og eru þeir nú níu prósent. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Markaðs- og auglýsingastofurnar Hvíta húsið og Ennemm gripu til uppsagna fyrir mánaðamótin. Alls missa þrettán vinnuna, níu hjá Hvíta húsinu og fjórir hjá Ennemm. Framkvæmdastjórar stofanna sögðu kreppa að og sárt að þurfa að grípa til uppsagna. Fréttastofa sendi fyrirspurn á fimm stórar stofur til viðbótar til að kanna stöðu mála þar. Fækkað um tvo hjá Brandenburg á árinu Bragi Valdimar Skúlason er framkvæmdastjóri hjá Brandenburg sem er ein stærsta stofa landsins. Þar hafi þurft að fækka um tvo á árinu. „Það eru augljóslega miklar áskoranir í þessum bransa, eins og alltaf þegar kreppir að. Fyrirtæki halda að sér höndum, fara í færri og smærri markaðsátök og halda eðlilega fast um budduna. Fyrirtæki hafa líka verið að byggja upp framleiðsludeildir innanhúss, sem er mikil áskorun fyrir hið hefðbundna rekstrarmódel auglýsingastofa,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta kallar augljóslega á uppstokkun og endurhugsun. Við höfum þurft að segja upp tveimur stöðugildum fyrr á þessu ári, en um leið höfum við verið að þétta raðirnar. Okkar strategía er að styrkja okkur sem sköpunarstofu, eða „creative agency“ og því höfum við fengið til liðs við okkur nýjan formann stjórnar með mikla alþjóðlega reynslu, Furu Jóhannesdóttur, auk þess sem við réðum nú um mánaðamótin inn hönnuð með mjög fjölbreyttan bakgrunn.“ Fjölga fólki Hildur Hjartardóttir er framkvæmdastjóri hjá Hér og nú. „Við sáum þessa frétt einmitt líka en staðan hjá okkur er þvert á móti sú að við höfum verið að ráða inn og leita að fólki, sérstaklega í stafrænni birtingastjórnun,“ segir Hildur. „Við leggjum mikið upp úr árangri og plönum til lengri tíma sem skapar í raun tækifæri fyrir fyrirtækin okkar á tímum sem þessum. Við höfum líka lagt mikið upp úr því á síðustu misserum að skoða og fjárfesta í tækifærum í þessum geira, bæði hérlendis og erlendis, sem nýtast okkar viðskiptavinum í sinni markaðssetningu.“ Aukin eftirspurn en finna aðeins fyrir samdrætti Sigurður Svansson framkvæmdastjóri hjá Sahara segir fyrirtækið ekki hafa þurft að grípa til uppsagna síðustu mánuði. „Við höfum lítilega bætt við okkur starfsólki á árinu og finnum fyrir aukinni eftirspurn. Fyrirtæki eru vissulega að halda að sér höndunum og finnum við eitthvað fyrir því,“ segir Sigurður. „Markaðurinn er sömuleiðis að þróast samhliða aukins vægi stafrænna miðla og breytinga á ísensku auglýsingalandslagi. Sahara er í eðli sínu nokkuð ólíkt á markaði, borið saman við þau félög sem þú nefnir, með ríka áherslu á stafræna markaðssetningu,“ segir Sigurður og vísar til fréttarinnar af uppsögnum á Hvíta húsinu og Ennemm. Sérhæft fólk í miðlun efnis Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar, segir fyrirtækið ekki hafa gripið til uppsagna. Þvert á móti hafi verið ráðið inn fólk á árinu. „Það fólk sem við höfum ráðið inn er ekki að sinna „hefðbundinni“ auglýsingavinnu heldur sérhæfir það sig í miðlun efnis í gegnum samskipti, almannatengsl og samfélagsmiðla. Hjá okkur hefur önnur þjónusta en framleiðslu auglýsinga verið að stækka það er stafrænar birtingar og ráðgjöf auk eins og fyrr segir samskipti, samfélagsmiðlaefni og almannatengsl,“ segir Guðmundur. Guðmundur H. Pálsson er framkvæmdastjóri hjá TBWA-Pipar. „Hvað varðar markaðinn þá erum við á tímum samdráttar með háum vöxtum og verðbólgu. Á þannig tímum hefur almennt verið dregið saman í markaðsaðgerðum hjá fyrirtækjum, þvert á okkar ráðgjöf. Þau fyrirtæki sem eru framsýn hafa á þeim tímum frekar gefið í hjá sér í markaðsaðgerðum og höfum við séð árangur af því, ásamt því að rannsóknir hafa sýnt fram á það.“ TBWA-Pipar hafi fundið fyrir áhyggjum hjá viðskiptavinum sínum út af stöðunni í samfélaginu, en ekki fundið fyrir minnkun. „Með auknu vöruframboði hjá okkur ásamt því að sækja nýja viðskiptavini höfum við ekki dregið saman í þeim verkefnum sem eru á stofunni okkar.“ Finna hjólin snúast hægar Íris Mjöll Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Brandr. Þar hafi ekki þurft að grípa til uppsagna vegna samdráttar á undanförnum mánuðum. „Nú þegar hjól atvinnulífsins eru að byrja að snúast eftir gott sumarfrí að þá finnum við þau að snúast hægar en oft áður.“ Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í tæp fjögur ár á miðvikudag og eru þeir nú níu prósent.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira