Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 23:08 Það er svipur með Sigmundi og nýja hvolpnum enda er feldur hundsins næstum því eins á litinn og skegg eigandans. „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ Þannig hljómar upphaf færslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti á Facebook í dag en við færsluna er mynd af Sigmundi haldandi á hvolpi. „Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að kannanir eru bara kannanir og þær breytast. Þess vegna segi ég ekki meira í bili en í staðinn fylgir ótengd mynd af mér og nýjum hvolpi,“ sagði hann einnig í færslunni. Sigmundur gleðst þar yfir nýjustu könnun Prósents þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tólf prósent, Framsókn með fimm prósent, Vinstri græn með þrjú prósent og Miðflokkurinn mælist næststærstur með átján prósent. Hvolpurinn sem búið var að lofa Sennilega er um að ræða Havanese-hvolpinn sem Sigmundur hafði lofað eiginkonu sinni og dóttur eftir að Emma, gamli hundurinn þeirra lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði,“ sagði Sigmundur í Kryddsíld í fyrra. Þar sagði hann að ef mæðgurnar væru að fylgjast með gætu þær sent honum sms fyrir klukkan sex um kvöldið og þá myndi hann samþykkja hundinn. Skilaboðin bárust á ögurstundu og hefur hann greinilega staðið við orð sín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur þarf að standa við loforð um að gefa eiginkonu sinni hund en það gerðist líka fyrir fimmtán árum síðan. „Ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna,“ sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Grín og gaman Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Hundar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Sjá meira
Þannig hljómar upphaf færslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti á Facebook í dag en við færsluna er mynd af Sigmundi haldandi á hvolpi. „Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að kannanir eru bara kannanir og þær breytast. Þess vegna segi ég ekki meira í bili en í staðinn fylgir ótengd mynd af mér og nýjum hvolpi,“ sagði hann einnig í færslunni. Sigmundur gleðst þar yfir nýjustu könnun Prósents þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tólf prósent, Framsókn með fimm prósent, Vinstri græn með þrjú prósent og Miðflokkurinn mælist næststærstur með átján prósent. Hvolpurinn sem búið var að lofa Sennilega er um að ræða Havanese-hvolpinn sem Sigmundur hafði lofað eiginkonu sinni og dóttur eftir að Emma, gamli hundurinn þeirra lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði,“ sagði Sigmundur í Kryddsíld í fyrra. Þar sagði hann að ef mæðgurnar væru að fylgjast með gætu þær sent honum sms fyrir klukkan sex um kvöldið og þá myndi hann samþykkja hundinn. Skilaboðin bárust á ögurstundu og hefur hann greinilega staðið við orð sín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur þarf að standa við loforð um að gefa eiginkonu sinni hund en það gerðist líka fyrir fimmtán árum síðan. „Ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna,“ sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Grín og gaman Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Hundar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Sjá meira
Fær sér hund eins og Obama Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinn og kaupa hund nú þegar hann er orðinn formaður flokksins. Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst einnig kaupa hund á næstunni. ,,Hvað þetta varðar eru allavega líkindi með okkur," sagði Sigmundur í þættinum Í bítið í morgun. 19. janúar 2009 10:49
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54