Fótbolti

Sæ­var Atli braut ísinn og tryggði Lyngby stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon er eini Íslendingurinn sem er eftir hjá Lyngby.
Sævar Atli Magnússon er eini Íslendingurinn sem er eftir hjá Lyngby. getty/Mike Egerton

Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon skoraði jöfnunarmark Lyngby gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-1. Sønderjyske tapaði hins vegar fyrir Nordsjælland, 1-4.

Randers komst yfir á 40. mínútu gegn Lyngby en Sævar Atli jafnaði á 66. mínútu. Þetta var fyrsta deildarmark hans á tímabilinu.

Þetta var fimmta jafntefli Lyngby í fyrstu ellefu leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Sævar Atli og félagar eru í 10. sæti með átta stig.

Daníel Leó Grétarsson lék allan tímann í vörn Sønderjyske sem komst yfir gegn Nordsjælland en fékk svo á sig fjögur mörk í röð og tapaði á endanum, 1-4. Kristall Máni Ingason var ekki með Sønderjyske vegna meiðsla.

Sønderjyske er með átta stig í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×