Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 09:01 Davíð Ingvarsson fór á kostum fyrir Breiðablik í leiknum við Val í gær. vísir/Diego Barátta Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er áfram hnífjöfn eftir leikina í þriðju síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld. Besta deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Bæði toppliðin gerðu jafntefli í gær, Blikar 2-2 við Val en Víkingar 2-2 við Stjörnuna. Þar með er Víkingur enn á toppnum með betri markatölu en Breiðablik, nú þegar landsleikjahlé tekur við fyrir tvær síðustu umferðirnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson nýtti sér mistök í vörn Blika og kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik, í Kópavogi í gær. Davíð Ingvarsson jafnaði metin fyrir Blika með sínu fyrra marki, með skoti frá vítateigslínu, en Patrick Pedersen kom Val yfir að nýju með skalla eftir fyrirgjöf Tryggva. Á 76. mínútu jafnaði Davíð hins vegar metin aftur, með þrumuskoti utan teigs í nærhornið. Klippa: Mörk Breiðabliks og Vals Emil Atlason skoraði ótrúlegt mark frá eigin vallarhelmingi, í 2-2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar. Viktor Örlygur Andrason jafnaði metin fyrir Víkinga á 84. mínútu en þá áttu enn eftir að bætast við tvö mörk. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir frábæra sendingu Óla Vals Ómarssonar, en í lok uppbótartíma jafnaði Víkingur aftur þegar þrumuskot Óskars Arnar Haukssonar fór í varnarmann, þaðan í Daða Berg Jónsson og inn. Klippa: Mörk Víkings og Stjörnunnar Á Akranesi kom Kjartan Kári Halldórsson FH yfir á fyrstu mínútu, með sniðugu marki beint úr aukaspyrnu. Gleði FH-inga var þó skammlíf því ÍA svaraði með þremur mörkum á næstu tuttugu mínútum og vann leikinn að lokum 4-1. Viktor Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Johannes Vall og Hinrik Harðarson skoruðu mörkin. Klippa: Mörk ÍA og FH Í neðri hluta deildarinnar héldu KR-ingar áfram að raða inn mörkum og unnu 4-0 útisigur gegn bikarmeisturum KA. Birgir Steinn Styrmisson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild eftir frábæran sprett fram völlinn, og þeir Luke Rae, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki Andrésson bættu við þremur mörkum. Klippa: Mörk KR gegn KA Vestri vann svo afar mikilvægan 4-2 útisigur gegn Fram, þar sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrennu, þar af eitt mark með hálfótrúlegum hætti frá endalínu. Benedikt Warén skoraði einnig fyrir Vestra en þeir Alex Freyr Elísson og Kennie Chopart fyrir Fram. Klippa: Fram 2-4 Vestri HK felldi svo Fylki með 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma, of seint að mati Rúnars Páls Sigmundssonar þjálfara Fylkis sem fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. Mörkin úr leiknum og umræðu um allt það helsta sem gerðist má sjá í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.
Besta deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira