Lífið

Vann til verð­launa fyrir götubitann

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Atli hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima.
Atli hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima.

Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 

Atli Snær og Komo sigraði í tveimur flokkum, annars vegar í „Spice Awards og hins vegar í „Sustainability Awards.“ Götubitinn hlaut svo annað sætið í flokknum „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“.

Keppnin fór fram í Saarbrucken í Þýskalandi þar sem 28 keppendur frá sextán löndum tóku þátt.

Götubitinn hefur frá stofnun verið leiðandi í götubitamenningunni á Íslandi og hefur hún heldur betur slegið í gegn bæði hér á landi og erlendis. Götubitahátíðin er orðin einn af stærstu viðburðunum á Íslandi og hefur aðsókn á hátíðna vaxið frá ári til árs.

Margfaldur sigurvegari

Atli hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til níu verðlauna. Í ár sigraði hann í flokkunum: „Besti smábitinn“ og „ Besti grænmetisbitinn“

Í fyrra sigraði hann einnig í flokknum „Besti smábitinn“ með Korean fried tiger balls- réttinum, en fyrrnefndir réttir verða á boðstólum á hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×