Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 06:40 Efnt var til mótmæla í borginni Sidon í Líbanon í gær, af því tilefni að ár er liðið frá því að átökin á svæðinu brutust út í kjölfar árásar Hamas. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira