Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2024 08:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ætlar sér að verða leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík í komandi þingkosningum. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing. Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing.
Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57