Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2024 08:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ætlar sér að verða leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík í komandi þingkosningum. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing. Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing.
Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57