Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2024 12:02 Theódór Gíslason, tæknistjóri Syndis, vill að samfélagið fari í auknum mæli að líta á öryggisveikleika sem styrkleika og til forvarna. Valgarður Gíslason Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“ Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“
Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31
Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19
Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31