Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 08:35 Sigríður Hrönn var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er látin, 65 ára að aldri. Sigríður Hrönn var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995 og fjórtán fórust. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira