Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. október 2024 11:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld vilji gera gagn þegar kemur að því að tryggja mannréttindi. Vísir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst vongóð að Ísland nái sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en kosning um hvaða ríki taka þar sæti fer fram síðar í dag. Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira