„Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. október 2024 21:55 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Tindastóll vann ellefu stiga útisigur gegn ÍR 82-93 í 2. umferð Bónus deildar karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var þó ósáttur með spilamennsku liðsins. „Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
„Þetta hefur verið pirrandi hvernig við spilum fyrri hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum. Við rífum okkur alltaf í gang í hálfleik og ætlum að ýta á einhvern takka en þetta var vondur fyrri hálfleikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Tindastóls. „Ég var ofboðslega ósáttur með fyrri hálfleikinn. Þetta var virkilega lélegt og við áttum tvo, þrjá gíra inni. Það gengur ekki að við séum að mæta svona mjúkir inn í leikinn. Við verðum að vera grjótharðir í 40 mínútur og þegar við rifum okkur í gang í seinni hálfleik vorum við að loka á sendingar og skot og það er það sem ég er að óska eftir í 40 mínútur.“ Tindastóll gekk frá ÍR í fjórða leikhluta þar sem heimamenn gerðu aðeins eitt stig á átta mínútum á meðan Tindastóll gerði 19 stig. „Ég vil fá þessa íslensku geðveiki sem landsliðin okkar nota og það hefur verið einkenni Tindastóls að vera grjótharðir og pínu villtir í gegnum tíðina. Ég er bara að reyna finna þetta einkenni og vonandi finnum við það fljótlega og verðum með í vetur.“ Eftir tvær umferðir hefur Tindastóll unnið einn leik og tapað einum leik gegn KR og ÍR sem komu úr næst efstu deild. Að mati Benedikts vantar margt upp á frammistöðu liðsins eftir tvær umferðir. „Við höfum átt hræðilega kafla þar sem við litum út eins og við höfum aldrei hist áður og svo höfum við átt frábæra kafla. Við erum að æfa hluti alla daga vikunnar og þó menni klikki á þessu í byrjun október er bara partur af þessu. Við erum að reyna bæta þetta og láta þetta vera gott eftir því sem líður á tímabilið. „Ég vil þó sjá þennan anda og sjá að menn hafi gaman af þessu og séu tilbúnir að gefa allt í þetta og taka við höggum og gefa högg. Það er það sem vantar ennþá en við höfum séð smá af því en það þarf að vera miklu meira,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Tindastóll Bónus-deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira