Embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu var auglýst laust til umsóknar 19. september, eftir að Rannveig Sigurðardóttir óskaði eftir því að við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að umsóknarfrestur hafi runnið út í gær. Sjö umsóknir hafi borist.
Forsætisráðherra muni skipa þriggja manna hæfnisnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda áður en ákvörðun verður tekin um skipun.
Umsækjendur um embættið eru eftirfarandi:
- Bryndís Ásbjarnardóttir, hagfræðingur og nefndarmaður í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
- Daníel Svavarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
- Karen Á. Vignisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands
- Lúðvík Elíasson, forstöðumaður á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands
- Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
- Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands
- Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands