Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. október 2024 11:21 Veca komst alla leið á seiglunni og vann Sögu 2-0 í hörkuspennandi viðureign þar sem þurfti að þríframlengja seinni leik liðanna. „Hvað vorum við að horfa á hérna?“ spurði Einar Ragnarsson, hristur og hrærður, eftir beina lýsingu hans og Tómasar Jóhannssonar á æsispennandi, þríframlengdum leik Sögu og Veca í 6. umferð Ljósleiðradeildarinnar í Counter Strike í gær. Sjöttu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk á fimmtudagskvöld með þremur leikjum þar sem allra augu beindust að hörkuspennandi viðureign Sögu og Veca sem lauk með þríframlengdum leik í Inferno þar sem Veca hafði loks sigur 22-19. Veca hafði áður lagt andstæðingana í Sögu að velli í Nuke í fyrri leiknum sem einnig var æsispennandi. Lokatölur þar voru 13-10 fyrir Veca sem vann umferðina því 2-0.Úrslit leikja í 6. umferð: Rafík - Þór 0-2 Dusty - Ármann 2-0 ÍA - Höttur 0-2 Saga - Veca 0-2 Kano - Venus 2-0 „Þeir vinna þennan leik ótrúlega. Hvað vorum við að horfa á hérna?“ sagði Einar, um sína menn í Veca, eftir seinni leikinn og bætti við að hann væri í sjokki. Tómas sagði að leikurinn hefði einfaldlega verið „gjörsamlega svakalegur.“ „Ég er í sjokki,“ var meðal þess sem Einar Ragnarsson hafði til málanna að leggja þegar hann og Tómas Jóhannsson fóru yfir leiki Sögu og Veca í gærkvöld. Þá bætti hann við að Veca hafi komist þetta á hreinni og klárri seiglu. „Þessi leikur var tapaður örugglega svona ellefu sinnum hjá Veca en einhvern veginn klóruðu þeir sig til baka.“ Sjöunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst á þriðjudaginn 15. október ananrs vegar með viðureign Dusty og Hattar og Kano og ÍA hins vegar. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum þegar Saga mætir Ármanni, Rafík og Venus eigast við og Þór tekur slaginn við Veca. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir 6 umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. 9. október 2024 10:12 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti
Sjöttu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk á fimmtudagskvöld með þremur leikjum þar sem allra augu beindust að hörkuspennandi viðureign Sögu og Veca sem lauk með þríframlengdum leik í Inferno þar sem Veca hafði loks sigur 22-19. Veca hafði áður lagt andstæðingana í Sögu að velli í Nuke í fyrri leiknum sem einnig var æsispennandi. Lokatölur þar voru 13-10 fyrir Veca sem vann umferðina því 2-0.Úrslit leikja í 6. umferð: Rafík - Þór 0-2 Dusty - Ármann 2-0 ÍA - Höttur 0-2 Saga - Veca 0-2 Kano - Venus 2-0 „Þeir vinna þennan leik ótrúlega. Hvað vorum við að horfa á hérna?“ sagði Einar, um sína menn í Veca, eftir seinni leikinn og bætti við að hann væri í sjokki. Tómas sagði að leikurinn hefði einfaldlega verið „gjörsamlega svakalegur.“ „Ég er í sjokki,“ var meðal þess sem Einar Ragnarsson hafði til málanna að leggja þegar hann og Tómas Jóhannsson fóru yfir leiki Sögu og Veca í gærkvöld. Þá bætti hann við að Veca hafi komist þetta á hreinni og klárri seiglu. „Þessi leikur var tapaður örugglega svona ellefu sinnum hjá Veca en einhvern veginn klóruðu þeir sig til baka.“ Sjöunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hefst á þriðjudaginn 15. október ananrs vegar með viðureign Dusty og Hattar og Kano og ÍA hins vegar. Umferðin klárast síðan á fimmtudeginum þegar Saga mætir Ármanni, Rafík og Venus eigast við og Þór tekur slaginn við Veca. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir 6 umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. 9. október 2024 10:12 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti
Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Stálin stinn mættust þegar fjandvinaliðin Dusty og Ármann tókust á í eina leik 6. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. 9. október 2024 10:12