Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og Kári Allansson skrifa 14. október 2024 08:46 Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi. Efst á verkefnalista er málefni sem varðar nær öll heimili landsins og velflest fyrirtæki landsins að auki: Okurvextir í skjóli stýrivaxta sem kristallast hvað best í einföldum samanburði íbúðarlána hér á landi og sambærlegum lánum í nágrannalöndum okkar. Munurinn er sláandi: Fjölskylda kaupir sér heimili fyrir 80 milljónir, sem í dag er lægsta verð á nýlegri þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, greiðir 20% útborgun, 16 milljónir og tekur 64 milljóna lán fyrir eftirstöðvum. Í nágrannalöndum okkar er mánaðarleg greiðslubyrði af slíku láni 250 þúsund krónur. Hér á landi er mánaðarleg greislubyrði af nákvæmlega sama láni rétt um 600 þúsund krónur! Já, þú last rétt - 250 þúsund í nágrannalöndum okkar, 600 þúsund hér. Í ljósi þessa samanburðar skyldi því engan undra að hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja sem hér starfa og veita umrædd lán séu að nálgast 500 milljarða fyrir síðustu þrú ár! Fimm hundruð þúsund milljónir. Hvernig má þetta vera er spurt og svarið er einfalt: Hér á landi er rekinn peningamálastefna með leikreglum sem eru allar sniðnar eftir óskum stærstu fjármagnseigenda landsins. Slík peningamálastefna er einstök á heimsvísu, þekkist hvergi annarsstaðar á byggðu bóli og sérstaklega ekki í nágrannalöndum okkar. Það er því með stolti sem greinarhöfundar kynna tólf megin áherslumál síns nýstofnaða flokks þar sem fyrsta mál á dagskrá er að tryggja heimilum landsins og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar: Fjölskyldur hér borgi framvegis 250 þúsund krónur, ekki 600 þúsund. Það munum við gera með einföldum hætti - hratt og vel: Með lagasetningum munum við breyta leikreglum peningamálastefnu landsins til samræmis við þær leikreglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Einfalt - Auðvelt - Áhrifaríkt Tólf megin áherslumál Lýðræðisflokksins Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla. Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur. Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands. Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu. Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem brjóta af sér verði brottvísað. Með vinsemd og virðingu , Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Kári Allansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi. Efst á verkefnalista er málefni sem varðar nær öll heimili landsins og velflest fyrirtæki landsins að auki: Okurvextir í skjóli stýrivaxta sem kristallast hvað best í einföldum samanburði íbúðarlána hér á landi og sambærlegum lánum í nágrannalöndum okkar. Munurinn er sláandi: Fjölskylda kaupir sér heimili fyrir 80 milljónir, sem í dag er lægsta verð á nýlegri þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, greiðir 20% útborgun, 16 milljónir og tekur 64 milljóna lán fyrir eftirstöðvum. Í nágrannalöndum okkar er mánaðarleg greiðslubyrði af slíku láni 250 þúsund krónur. Hér á landi er mánaðarleg greislubyrði af nákvæmlega sama láni rétt um 600 þúsund krónur! Já, þú last rétt - 250 þúsund í nágrannalöndum okkar, 600 þúsund hér. Í ljósi þessa samanburðar skyldi því engan undra að hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja sem hér starfa og veita umrædd lán séu að nálgast 500 milljarða fyrir síðustu þrú ár! Fimm hundruð þúsund milljónir. Hvernig má þetta vera er spurt og svarið er einfalt: Hér á landi er rekinn peningamálastefna með leikreglum sem eru allar sniðnar eftir óskum stærstu fjármagnseigenda landsins. Slík peningamálastefna er einstök á heimsvísu, þekkist hvergi annarsstaðar á byggðu bóli og sérstaklega ekki í nágrannalöndum okkar. Það er því með stolti sem greinarhöfundar kynna tólf megin áherslumál síns nýstofnaða flokks þar sem fyrsta mál á dagskrá er að tryggja heimilum landsins og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar: Fjölskyldur hér borgi framvegis 250 þúsund krónur, ekki 600 þúsund. Það munum við gera með einföldum hætti - hratt og vel: Með lagasetningum munum við breyta leikreglum peningamálastefnu landsins til samræmis við þær leikreglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Einfalt - Auðvelt - Áhrifaríkt Tólf megin áherslumál Lýðræðisflokksins Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla. Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur. Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands. Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu. Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem brjóta af sér verði brottvísað. Með vinsemd og virðingu , Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Kári Allansson
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun