Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2024 10:00 Bergrós á von á sínum þriðja barni en ætlar sér að dæma aftur á næsta tímabili. vísir/einar Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Það voru leikmenn í Bestudeildinni sem völdu Bergrósu besta dómarann á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur þá virðist hún vera komin með góð tök á dómgæslu. „Þetta var óvænt ánægja af því að ég er ekki búin að vera dæma lengi. Það var mjög mikill heiður að leikmennirnir hefðu valið mig,“ segir Bergrós í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Reynslan mín sem leikmaður, ég spilaði í efstu deild sjálf, hjálpar mér rosalega mikið. Ég kann leikinn, kann að lesa hann og þekki tilfinningarnar í leiknum. Ég tek það líka inn þegar ég er að dæma. Ég fer ekki alveg alltaf eftir gjörsamlega reglubókinni heldur tek ég líka stundum inn í tilfinningarnar.“ Bergrós segist dæma leikinn út frá því hvernig hún myndi vilja að leikurinn yrði dæmdur ef hún væri að spila en hún þurfti sjálf að leggja skóna á hilluna aðeins nítján ára eftir höfuðhögg. Hrifsað af mér „Þegar þú ert leikmaður þá ert þú í harkinu og færð í tæklingarnar og allt. En þegar þú ert að dæma sérðu bara um að allt fari fram eftir reglunum og passar upp á leikmenn og slíkt. Þetta er virkilega gaman og að hafa tenginguna enn þá við sportið var helsta ástæðan fyrir því að ég fór í dómgæsluna af því að ég hafði ekki þann mögulega að geta spilað. Ég hafði ákveðin dómarabakgrunn því ég var duglega að dæma sem krakki.“ Hún segir að það hafi verið sárt að þurfa hætta í fótbolta. „Þetta var hrifsað af mér. Ég hafði ekkert val. Ég gat ekki spilað lengur af því að ég gat ekki skallað boltann lengur.“ Bergrós er 27 ára og á von á sínu þriðja barni snemma á næsta ári. „Maður veit ekkert hvernig maður er eftir barnsburð. En vonandi gengur allt vel og maður geti komið inn á miðju tímabili og haldið áfram að dæma. En maður verður svolítið að sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira